Lífið

Biðja íslenskar konur um hjálp

[email protected] skrifar
Undirskriftasöfnun stendur nú yfir til styrktar baráttu Mænuskaðastofnunar Íslands og er henni sérstaklega beint til íslenskra kvenna til að efla vitund almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna fyrir mikilvægi þess að í auknu mæli sé unnið að því að finna mögulega lækningu vegna mænuskaða. Verði tillagan samþykkt á fundi Norðurlandaráðs í nóvember gæti það bætt líf milljóna manna um allan heim, um alla framtíð.

Þess vegna biðla Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands og aðstoðarkona hennar, Soffía Arnardóttir, til allra íslenskra kvenna um hjálp í meðfylgjandi myndskeiði svo að framtakið geti orðið að veruleika.

Eina sem þarf að gera er að skrifa nafn og kennitölu - það kostar ekkert. Í dag hafa safnast rúmlega 3.800 undirskriftir en yfir 10.000 nöfn íslenskra kvenna eru nauðsynleg til að vel megi ganga.

Sjá nánar www.mænuskaði.is.

Hér fer fram undirskriftarsöfnunin (einfalt og öruggt að sýna samstöðu).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.