Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum 5. september 2011 15:17 Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent í morgun. Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku, um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent við opnun markaða í morgun. Þýska DAX vísitalan féll um 3.8 prósent við opnun markaða á meðan franska CAC 40 vísitalan féll um 3.7 prósent. FTSE 100 vísitalan féll minnst í samanburðinum eða um 2.3 prósent. Markaðir í Asíu urðu einnig fyrir niðursveiflu en Nikkei vísitalan í Tókýó hafði fallið um 1.9 prósent undir lok markaða og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafði fallið um 3 prósent. Þessi markaðsniðursveifla hófst síðastliðinn fimmtudag á mörkuðum í New York og er talið að vísbendingar um að farið sé að hægjast á alþjóðlega hagkerfinu sé ástæðan, auk þess sem óttinn við niðurskurð yfirvalda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum er farinn að gera vart við sig. Fjárfestar óttast í auknum mæli að lítil bót verði ráðin á skuldavanda Evrópu, ekki síst eftir að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa komið upp vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og ítölskum stjórnvöldum virðist ganga illa að standa við niðurskurð í ríkisfjármálum. Bankahlutabréf hafa tekið hitann og þungann af þessari niðursveiflu. Hlutabréf í konunglega skoska bankanum féllu um 10 prósent, Deutsche Bank um 8.2 prósent og Societe Generale um 8.5 prósent. Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku, um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent við opnun markaða í morgun. Þýska DAX vísitalan féll um 3.8 prósent við opnun markaða á meðan franska CAC 40 vísitalan féll um 3.7 prósent. FTSE 100 vísitalan féll minnst í samanburðinum eða um 2.3 prósent. Markaðir í Asíu urðu einnig fyrir niðursveiflu en Nikkei vísitalan í Tókýó hafði fallið um 1.9 prósent undir lok markaða og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafði fallið um 3 prósent. Þessi markaðsniðursveifla hófst síðastliðinn fimmtudag á mörkuðum í New York og er talið að vísbendingar um að farið sé að hægjast á alþjóðlega hagkerfinu sé ástæðan, auk þess sem óttinn við niðurskurð yfirvalda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum er farinn að gera vart við sig. Fjárfestar óttast í auknum mæli að lítil bót verði ráðin á skuldavanda Evrópu, ekki síst eftir að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa komið upp vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og ítölskum stjórnvöldum virðist ganga illa að standa við niðurskurð í ríkisfjármálum. Bankahlutabréf hafa tekið hitann og þungann af þessari niðursveiflu. Hlutabréf í konunglega skoska bankanum féllu um 10 prósent, Deutsche Bank um 8.2 prósent og Societe Generale um 8.5 prósent.
Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira