Nubo horfir til fleiri Norðurlanda 26. september 2011 11:18 Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Hann segist vera með fimm ára áætlun sem geri ráð fyrir því að hann komi upp starfsemi í Danmörku, Svíþjóð og í Finnlandi. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort Nubo fái leyfi til að fjárfesta hér á landi en í viðtalinu við Bloomberg segist hann vonast til að íslensk stjórnvöld verði búin að ákveða sig inna hálfs mánaðar. „Ef ég fæ leyfi til lóðarkaupanna á Íslandi, þá mun ég hefjast handa á hinum Norðurlöndunum,“ segir Nubo en tekur fram að áætlanirnar í hinum löndunum séu þó ekki af sömu stærðargráðu og verkefnið á Grímsstöðum. Forbes tímaritið segir að Nubo sé metinn á um einn milljarð dollara, eða um 118 milljarða íslenskra króna. Í viðtalinu við Bloomberg segir hann að það sé stórlega vanmetið og bendir á að verslunarmiðstöð í hans eigu í Beijing sé ein og sér metin á 6,7 milljarða dollara, eða um átta hundruð milljarða íslenskra króna. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Hann segist vera með fimm ára áætlun sem geri ráð fyrir því að hann komi upp starfsemi í Danmörku, Svíþjóð og í Finnlandi. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort Nubo fái leyfi til að fjárfesta hér á landi en í viðtalinu við Bloomberg segist hann vonast til að íslensk stjórnvöld verði búin að ákveða sig inna hálfs mánaðar. „Ef ég fæ leyfi til lóðarkaupanna á Íslandi, þá mun ég hefjast handa á hinum Norðurlöndunum,“ segir Nubo en tekur fram að áætlanirnar í hinum löndunum séu þó ekki af sömu stærðargráðu og verkefnið á Grímsstöðum. Forbes tímaritið segir að Nubo sé metinn á um einn milljarð dollara, eða um 118 milljarða íslenskra króna. Í viðtalinu við Bloomberg segir hann að það sé stórlega vanmetið og bendir á að verslunarmiðstöð í hans eigu í Beijing sé ein og sér metin á 6,7 milljarða dollara, eða um átta hundruð milljarða íslenskra króna.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira