Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2011 15:14 Hrafn Kristjánsson og dómarinn Björgvin Rúnarsson. Mynd/Valli Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Hrafn heldur áfram að þjálfa karlaliðið sem varð Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Hrafns á síðasta keppnistímabili. Kvennaliðið komst í úrslitaleik bikarkeppninnar sem og undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar en tapaði í bæði skiptin fyrir Keflavík sem vann tvöfalt síðastliðinn vetur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá KR að um skipulagsbreytingu sé að ræða og ásamt verði náið samstarf á milli körfuboltaþjálfara KR. Tilkynning KR: „Skipulagsbreytingar í Vesturbænum: Ari Gunnarsson tekur við kvennaliði KR Stjórn Körfuknattleiksdeildar KR hefur, í samráði við þá Hrafn Kristjánsson og Ara Gunnarsson, ákveðið að gera ákveðnar skipulagsbreytingar hvað varðar þjálfun og starf meistaraflokka félagsins. Felast breytingarnar í því að Ari tekur við þjálfun kvennaliðs KR og Hrafn einbeitir sér að fullu að þjálfun Íslandsmeistara KR í meistaraflokki karla. Samvinna flokkanna tveggja verður sem fyrr mikil og munu þeir Hrafn, Ari, Hallgrímur Brynjólfsson og yfirþjálfari yngri flokka Finnur Stefánsson halda áfram þeirri markvissu afreksstefnu og samstarfi elstu flokka félagsins sem hefur verið til prýði það sem af er tímabils. Stjórn Körfuknattleiksdeildar vill koma á framfæri ánægju og þakklæti sínu fyrir störf Hrafns með kvennalið félagsins fram að þessu og um leið fagna auknu vægi Ara í starfi félagsins. Ari Gunnarsson er öllu vanur úr boltanum og á langan feril, jafnt sem leikmaður og þjálfari. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri við góðan orðstír. Þjálfaraferill Ara í meistaraflokki hófst tímabilið 2006-2007 þegar hann tók við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Hamri auk stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Pétri Ingvarssyni. Næstu tvö tímabil gegndi hann þessum tveimur stöðum áfram áður en hann hélt á heimaslóðir og tók við kvennaliði Vals tímabilið 2009-2010. Tímabilið 2010-2011 þjálfaði hann svo lið Leiknis í fyrstu deild karla. f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson Formaður“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Hrafn heldur áfram að þjálfa karlaliðið sem varð Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Hrafns á síðasta keppnistímabili. Kvennaliðið komst í úrslitaleik bikarkeppninnar sem og undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar en tapaði í bæði skiptin fyrir Keflavík sem vann tvöfalt síðastliðinn vetur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá KR að um skipulagsbreytingu sé að ræða og ásamt verði náið samstarf á milli körfuboltaþjálfara KR. Tilkynning KR: „Skipulagsbreytingar í Vesturbænum: Ari Gunnarsson tekur við kvennaliði KR Stjórn Körfuknattleiksdeildar KR hefur, í samráði við þá Hrafn Kristjánsson og Ara Gunnarsson, ákveðið að gera ákveðnar skipulagsbreytingar hvað varðar þjálfun og starf meistaraflokka félagsins. Felast breytingarnar í því að Ari tekur við þjálfun kvennaliðs KR og Hrafn einbeitir sér að fullu að þjálfun Íslandsmeistara KR í meistaraflokki karla. Samvinna flokkanna tveggja verður sem fyrr mikil og munu þeir Hrafn, Ari, Hallgrímur Brynjólfsson og yfirþjálfari yngri flokka Finnur Stefánsson halda áfram þeirri markvissu afreksstefnu og samstarfi elstu flokka félagsins sem hefur verið til prýði það sem af er tímabils. Stjórn Körfuknattleiksdeildar vill koma á framfæri ánægju og þakklæti sínu fyrir störf Hrafns með kvennalið félagsins fram að þessu og um leið fagna auknu vægi Ara í starfi félagsins. Ari Gunnarsson er öllu vanur úr boltanum og á langan feril, jafnt sem leikmaður og þjálfari. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri við góðan orðstír. Þjálfaraferill Ara í meistaraflokki hófst tímabilið 2006-2007 þegar hann tók við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Hamri auk stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Pétri Ingvarssyni. Næstu tvö tímabil gegndi hann þessum tveimur stöðum áfram áður en hann hélt á heimaslóðir og tók við kvennaliði Vals tímabilið 2009-2010. Tímabilið 2010-2011 þjálfaði hann svo lið Leiknis í fyrstu deild karla. f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson Formaður“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira