Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:45 Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.[email protected] Klinkið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.[email protected]
Klinkið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira