Staðan á mörkuðum gæti tafið sölu Iceland Foods 24. október 2011 09:37 Staðan sem upp er komin á fjármálamörkuðum víða um heim gæti haft þær afleiðingar að salan á verslunarkeðjunni Iceland Foods tefjist fram yfir áramótin. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun á Reuters um málið. Þar segir að fjármögnunarmarkaðir heimsins séu við frostmarkið vegna þeirrar óvissu sem ríkir um lausn skuldakreppunnar í Evrópu. Hið sama gildir raunar um millibankamarkaðinn en bankar, einkum í Evrópu, safna nú lausafé í gríð og erg til að mæta væntanlegum afskriftum sínum á lánum til Grikklands. „Óstarfhæfir fjármögnunarmarkaðir ógna nú nýjum fjárfestingum eins og 1,5 milljarða punda sölunni á Iceland,“ segir á Reuters en fyrstu kauptilboðin í Iceland voru opnuð í síðustu viku. Fram kemur að fjármagnsmarkaðurinn fyrir skuldsettar yfirtökur í Evrópu sé algerlega lokaður í augnablikinu. Bankar séu ekki viljugir til að lána meira fé í slíkar yfirtökur og fjárfestingarsjóðir séu ekki viljugir til að borga aukna vexti af slíkum lánum. Á Reuters segir að bankamenn telji að rekstur Iceland Foods geti staðið undir um 600 milljón punda skuldsetningu. Hinsvegar muni lán fyrir slíkri skuldsetningu ekki fást fyrr en staðan á fjármálamörkuðunum breytist til hins betra. Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Staðan sem upp er komin á fjármálamörkuðum víða um heim gæti haft þær afleiðingar að salan á verslunarkeðjunni Iceland Foods tefjist fram yfir áramótin. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun á Reuters um málið. Þar segir að fjármögnunarmarkaðir heimsins séu við frostmarkið vegna þeirrar óvissu sem ríkir um lausn skuldakreppunnar í Evrópu. Hið sama gildir raunar um millibankamarkaðinn en bankar, einkum í Evrópu, safna nú lausafé í gríð og erg til að mæta væntanlegum afskriftum sínum á lánum til Grikklands. „Óstarfhæfir fjármögnunarmarkaðir ógna nú nýjum fjárfestingum eins og 1,5 milljarða punda sölunni á Iceland,“ segir á Reuters en fyrstu kauptilboðin í Iceland voru opnuð í síðustu viku. Fram kemur að fjármagnsmarkaðurinn fyrir skuldsettar yfirtökur í Evrópu sé algerlega lokaður í augnablikinu. Bankar séu ekki viljugir til að lána meira fé í slíkar yfirtökur og fjárfestingarsjóðir séu ekki viljugir til að borga aukna vexti af slíkum lánum. Á Reuters segir að bankamenn telji að rekstur Iceland Foods geti staðið undir um 600 milljón punda skuldsetningu. Hinsvegar muni lán fyrir slíkri skuldsetningu ekki fást fyrr en staðan á fjármálamörkuðunum breytist til hins betra.
Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira