Tónlist

Stóns á Gauknum laugardagskvöld

[email protected] skrifar
Bjössi söngvari, sem er í leiklistarnámi í Kaupmannahöfn, flýgur til landsins til að koma á tónleikana en hann er Mick Jagger hljómsveitarinnar, segir Birgir Ísleifur Gunnarsson einn af meðlimum Stóns, Rolling Stones heiðrunarsveit Íslands.

Við erum ótrúlega þéttir. Þetta verða heillangir tónleikar. Alveg með tveimur hléum. Ég hugsa að við tökum hátt í þrjátíu lög. Lagasafnið hjá Stones er svo rosalegt. Við erum ekki einu sinni búnir að æfa upp allar smáskífurnar og erum samt að taka þetta mörg lög, segir Birgir.

Stóns spila á Gauk á Stöng á morgun, laugardag, 22.október. Húsið opnar klukkan 21:00.

Gaukur á Stöng á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.