Ég geng með lítinn herramann Kristrún Ösp Barkardóttir verðandi móðir skrifar 20. október 2011 20:16 Kristrún Ösp fyrirsæta, sem er gengin 20 vikur og 1 dag með sitt fyrsta barn, deilir reynslu sinni um meðgönguna og hennar upplifun hér á Lífinu. Ég fór í 20 vikna sónar í dag sem ég er búin að bíða spennt eftir eða síðan ég fór í 12 vikna sónar. Hermann, besti vinur minn, kom með mér og þetta var alveg yndislegt. Litla gullið veifaði til okkar og brosti. Ég sá fallega vangann á barninu vel og það virtist vera voðalega hugsi enda sagði ljósan að þetta gæti nú bara verið lítill spekingur. Ég fékk svo frábærar myndir með mér heim sem ég ætla að passa vel upp á.Ótti og yndisleg upplifun Ljósmóðirin, sem hefur skoðað mig í öll skiptin, er alveg hreint yndisleg og það gerir þessa upplifun ennþá skemmtilegri því hún er frábær og góð. Ég hugsa að margar, og ég ætla að leyfa mér að segja flestar konur, óttast einhverntíman að eiga á hættu að missa fóstrið á milli 12-20 viku en ég sjálf var orðin svolítið áhyggjufull svo það sem mér fannst best var að sjá og heyra strax hjartslátt þegar ljósmóðirin setti tækið á magann á mér.Liggur yfir bókum Oftast eru þetta áhyggjur sem koma upp úr þurru af því að við ættum að vera farnar að finna fyrir hreyfingum og hinu og þessu á þessum tíma meðgöngunnar. Eins og með allt annað er það rosalega misjafnt, áhyggjur eru samt sem áður líka jákvæðar því ef ég hefði ekki haft neinar þá væri ég ekki búin að liggja yfir bókum og afla mér upplýsinga á netinu um meðgöngu og ungabörn.Gengur með heilbrigðan herramann Hjartað, lungu og nýrun voru meðal annars skoðuð og það kom vel út úr öllu og ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af. Ég er í skýjunum með að gullið mitt virðist vera heilbrigt. Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það.Finnur hreyfingarnar greinilega Fylgjan hjá mér er á framvegg svo ég finn ekkert voðalega kröftugar hreyfingar eða spörk en ég fór að finna fyrir því í fyrradag þegar ég lagðist upp í rúm og slakaði á. Þá legg ég hendurnar á magann og finn spörkin og hreyfingarnar þangað til að ég sofna.Líður vel Það er yndislegt og ég hlakka til að koma heim á kvöldin þegar ég hef lokið vinnudegi og öllu því sem ég þarf að gera. Ég fer í gott bað og dekra aðeins við sjálfa mig, leggst svo upp í rúm á kvöldin og finn gullið mitt hreyfa sig. Heilsa Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Ég fór í 20 vikna sónar í dag sem ég er búin að bíða spennt eftir eða síðan ég fór í 12 vikna sónar. Hermann, besti vinur minn, kom með mér og þetta var alveg yndislegt. Litla gullið veifaði til okkar og brosti. Ég sá fallega vangann á barninu vel og það virtist vera voðalega hugsi enda sagði ljósan að þetta gæti nú bara verið lítill spekingur. Ég fékk svo frábærar myndir með mér heim sem ég ætla að passa vel upp á.Ótti og yndisleg upplifun Ljósmóðirin, sem hefur skoðað mig í öll skiptin, er alveg hreint yndisleg og það gerir þessa upplifun ennþá skemmtilegri því hún er frábær og góð. Ég hugsa að margar, og ég ætla að leyfa mér að segja flestar konur, óttast einhverntíman að eiga á hættu að missa fóstrið á milli 12-20 viku en ég sjálf var orðin svolítið áhyggjufull svo það sem mér fannst best var að sjá og heyra strax hjartslátt þegar ljósmóðirin setti tækið á magann á mér.Liggur yfir bókum Oftast eru þetta áhyggjur sem koma upp úr þurru af því að við ættum að vera farnar að finna fyrir hreyfingum og hinu og þessu á þessum tíma meðgöngunnar. Eins og með allt annað er það rosalega misjafnt, áhyggjur eru samt sem áður líka jákvæðar því ef ég hefði ekki haft neinar þá væri ég ekki búin að liggja yfir bókum og afla mér upplýsinga á netinu um meðgöngu og ungabörn.Gengur með heilbrigðan herramann Hjartað, lungu og nýrun voru meðal annars skoðuð og það kom vel út úr öllu og ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af. Ég er í skýjunum með að gullið mitt virðist vera heilbrigt. Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það.Finnur hreyfingarnar greinilega Fylgjan hjá mér er á framvegg svo ég finn ekkert voðalega kröftugar hreyfingar eða spörk en ég fór að finna fyrir því í fyrradag þegar ég lagðist upp í rúm og slakaði á. Þá legg ég hendurnar á magann og finn spörkin og hreyfingarnar þangað til að ég sofna.Líður vel Það er yndislegt og ég hlakka til að koma heim á kvöldin þegar ég hef lokið vinnudegi og öllu því sem ég þarf að gera. Ég fer í gott bað og dekra aðeins við sjálfa mig, leggst svo upp í rúm á kvöldin og finn gullið mitt hreyfa sig.
Heilsa Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira