Lífið

Það leiddist engum á Lockerbie

[email protected] skrifar
Strákarnir í síðrokksveitinni Lockerbie hafa verið að gera góða hluti upp á síðkastið. Platan Ólgusjór sem nýlega kom út hjá Record Records hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og gaf Trausti Júlíusson henni fjórar stjörnur í Fréttablaðinu og hér á Vísi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum þeirra á Hressó í vikunni.

Hljómsveitin samanstendur af fjórum drengjum sem allir eru fæddir 1991. Þeir eru hafa verið duglegir að kynna plötuna sína í Reykjavík í sumar. Þá fór bandið líka í tónleikaferðalag í júlí um landið með Agent Fresco og Of Monsters and Men.

Í fyrrasumar unnu þeir sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og í upphafi árs gáfu þeir út smáskífuna Laut/Snjóljón hjá Bad Panda Records.

Hér getið þið heyrt lagið Snjóljón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.