Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 13:03 Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, getur varla leyft sér að brosa þessa dagana. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landi að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Vandi Ítalíu er mun stærra vandamál fyrir evrusvæðið heldur en vandi Grikklands. Gríska hagkerfið er aðeins 2% af evruhagkerfinu, eða litlu minna en nemur hagkerfinu í Katalóníu innan Spánar. Ítalía er hins vegar þriðja stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, á eftir því franska og þýska. Það er þrennt sem veldur áhyggjur, af því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar ríkisskuldir, veikburða fjármálastofnanir og pólitísk óvissa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar tekið stöðu Ítalíu til skoðunar og fól leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims, G20, sjóðnum að vera eins konar yfirboðvald landsins. Almennt er álitið að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, sé búinn að missa pólitísk tök á efnahagsmálum landsins en hann freistar þess nú að þétta raðirnar í ríkisstjórn sinni með það fyrir augum að koma í veg fyrir efnahagsvandi landsins magnist. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landi að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Vandi Ítalíu er mun stærra vandamál fyrir evrusvæðið heldur en vandi Grikklands. Gríska hagkerfið er aðeins 2% af evruhagkerfinu, eða litlu minna en nemur hagkerfinu í Katalóníu innan Spánar. Ítalía er hins vegar þriðja stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, á eftir því franska og þýska. Það er þrennt sem veldur áhyggjur, af því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar ríkisskuldir, veikburða fjármálastofnanir og pólitísk óvissa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar tekið stöðu Ítalíu til skoðunar og fól leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims, G20, sjóðnum að vera eins konar yfirboðvald landsins. Almennt er álitið að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, sé búinn að missa pólitísk tök á efnahagsmálum landsins en hann freistar þess nú að þétta raðirnar í ríkisstjórn sinni með það fyrir augum að koma í veg fyrir efnahagsvandi landsins magnist.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira