Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 27. nóvember 2011 13:16 FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira