Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21 Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 19. desember 2011 15:42 Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira