Lífið

Hollywoodliðið sléttir húðina með þessari græju

[email protected] skrifar
Nei þetta er ekki hættulegt. Þú mátt koma í meðferðina á hverjum degi eins og Madonna, segir snyrtifræðingurinn Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir sem á og rekur snyrti- og heilsustofuna Systrasel.

Hún sýnir í meðfylgjandi myndskeiði nýja húðmeðferð sem bætir á náttúrulegan rakabrunn húðar. Súrefnið og vítamínin í svokölluðu serumi sem notað er í þessari meðferð hafa græðandi áhrif á húðina.

Stjörnur eins og Madonna, David Beckham, Brad Pitt, Jennifer Lopez og Eva Longoria nota umrædda súrefnismeðferð.

Grunnurinn í öllum vítamín blöndunum er Hyaluronic acid sem finnst í öllum líkamanum, liðum og þar með talið í húðinni. Þetta er náttúrulegur rakagjafi/fylliefni. Hyalúronic acid er einnig notað í fylliefni sem lýtalæknar sprauta í hrukkur og varir, nema þar eru molekúlin mun stærri. Þegar konur sem eru með fylliefni í andliti eða vörum fara í þessa meðferð bústar það upp fylliefnin sem lýtalæknarnir hafa áður sett í og þess vegna endast þau fylliefni mun lengur, segir Halldóra.

Systrasel á Facebook - þar má sjá nánari upplýsingar um meðferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.