Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 10:00 Jack Nicklaus og Greg Norman vilja báðir fá að hanna keppnisvöllinn í Ríó fyrir ÓL í Brasilíu 2016. Getty Images / Nordic Photos Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira