Femínista-fetish Hugleikur Dagsson skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Öðlingurinn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar