Mótmælin kosta Egyptland 36 milljarða á dag 7. febrúar 2011 13:18 Mótmælin í Eyptlandi hafa hingað til kostað hagkerfi landsins 36 milljarða kr. á dag. Þetta kemur fram í skýrslu greiningar franska bankans Credit Agricole um málið. Hagfræðingar bankans hafa þar að auki endurmetið hagvaxtarspá sína fyrir Egyptaland. Gera þeir ráð fyrir 3,7% hagvexti í ár í stað 5,3% í fyrri spám. Í skýrslunni segir að varanlegur órói í stjórnmálum Egyptlands og áframhaldandi ofbeldi gæti haft eyðileggjandi áhrif á ferðamannaiðnað landsins. Tekjur af ferðamannaþjónustu námu 6% af landsframleiðslunni á síðasta ári en þær gætu auðveldlega minnkað niður í það sem þær voru fyrir árið 2004. Ennfremur segir í fréttinni að næsta stjórn Egyptalands sjái fram á minnkandi skatttekjur vegna mótmælanna á sama tíma og þröfin fyrir að niðurgreiða matvæli og eldsneyti aukist. Niðurgreiðslur sem séu nauðsynlegar til að halda reiði almennings í skefjum. Af þessu sökum telur Credit Agricole að hallin á fjárlögum landsins gæti orðið 12,3% í ár en hann nam 8,2% í fyrra. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mótmælin í Eyptlandi hafa hingað til kostað hagkerfi landsins 36 milljarða kr. á dag. Þetta kemur fram í skýrslu greiningar franska bankans Credit Agricole um málið. Hagfræðingar bankans hafa þar að auki endurmetið hagvaxtarspá sína fyrir Egyptaland. Gera þeir ráð fyrir 3,7% hagvexti í ár í stað 5,3% í fyrri spám. Í skýrslunni segir að varanlegur órói í stjórnmálum Egyptlands og áframhaldandi ofbeldi gæti haft eyðileggjandi áhrif á ferðamannaiðnað landsins. Tekjur af ferðamannaþjónustu námu 6% af landsframleiðslunni á síðasta ári en þær gætu auðveldlega minnkað niður í það sem þær voru fyrir árið 2004. Ennfremur segir í fréttinni að næsta stjórn Egyptalands sjái fram á minnkandi skatttekjur vegna mótmælanna á sama tíma og þröfin fyrir að niðurgreiða matvæli og eldsneyti aukist. Niðurgreiðslur sem séu nauðsynlegar til að halda reiði almennings í skefjum. Af þessu sökum telur Credit Agricole að hallin á fjárlögum landsins gæti orðið 12,3% í ár en hann nam 8,2% í fyrra.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira