Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 31. janúar 2011 11:00 Bubba Watson slær ekki bara langt - hann hefur nú sigrað á tveimur PGA mótum á ferlinum. AP Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira