Sænskur stjörnukokkur eldar íslenskt á Nauthól 9. mars 2011 00:01 Eyþór með lambarétt af matseðli Nauthóls. Mynd/Stefán Sænski stjörnukokkurinn Bengt Sjöström verður gestakokkur á Nauthól á Food and Fun hátíðinni. Nauthóll verður aftur með á Food and Fun hátíðinni í ár. Gestur meistarakokkanna á Nauthól í ár verður enginn annar en Bengt Sjöström, en hann er meðal þekktustu matreiðslumanna Svía. Sjöström hefur gert ótal matreiðsluþætti sem sýndir hafa verið í sjónvarpi og opnaði nýverið veitingastaðinn Linnéa Art Restaurant í Gautaborg sem tilnefndur var sem besti nýi veitingastaðurinn í fyrra. Það er því vel við hæfi að hann komi til liðs við kokkana á Nauthól en Nauthóll var einmitt valinn besti nýi veitingastaðurinn árið 2010 í tímaritinu Gestgjafinn. Það eru líka alla jafna engir aukvisar sem sjá um matreiðsluna á staðnum. Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthól, hefur þrátt fyrir ungan aldur gegnt hlutverki fyrirliða kokkalandsliðsins og verið einn af máttarstólpum þess síðastliðin 7 ár.Eyþór hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt," segir Eyþór. Matseðillinn er alfariðhugarfóstur gestakokksins en hann og íslensku matreiðslumennirnir töfra svo réttina fram í sameiningu. Sjöström hyggst að sögn Eyþórs leika sér með íslenskt hráefni og er íslenskur fiskur, lamb og skyr áberandi á matseðlinum sem gestum Nauthóls verður boðið upp á. Hann segir að pantanir séu þegar komnar á fullt og ljóst að það eru margir sem ekki vilja missa af matreiðslu Sjöströms. Eins og fram hefur komið hefur Nauthóll fengið góðar undirtektir hjá höfuðborgarbúum síðan staðurinn var opnaður í byrjun síðasta árs. „Við erum búin að stimpla okkur rækilega inn held ég á þessu fyrsta ári Nauthóls. Þó að staðurinn sé ekki alveg í alfaraleið erum við hér með frábært útsýni og náttúrufegurð sem fólk sækir í. Og svo hefur matreiðslan og hráefnið vonandi sitt að segja líka," segir Eyþór brosandi út að eyrum. Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sænski stjörnukokkurinn Bengt Sjöström verður gestakokkur á Nauthól á Food and Fun hátíðinni. Nauthóll verður aftur með á Food and Fun hátíðinni í ár. Gestur meistarakokkanna á Nauthól í ár verður enginn annar en Bengt Sjöström, en hann er meðal þekktustu matreiðslumanna Svía. Sjöström hefur gert ótal matreiðsluþætti sem sýndir hafa verið í sjónvarpi og opnaði nýverið veitingastaðinn Linnéa Art Restaurant í Gautaborg sem tilnefndur var sem besti nýi veitingastaðurinn í fyrra. Það er því vel við hæfi að hann komi til liðs við kokkana á Nauthól en Nauthóll var einmitt valinn besti nýi veitingastaðurinn árið 2010 í tímaritinu Gestgjafinn. Það eru líka alla jafna engir aukvisar sem sjá um matreiðsluna á staðnum. Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthól, hefur þrátt fyrir ungan aldur gegnt hlutverki fyrirliða kokkalandsliðsins og verið einn af máttarstólpum þess síðastliðin 7 ár.Eyþór hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt," segir Eyþór. Matseðillinn er alfariðhugarfóstur gestakokksins en hann og íslensku matreiðslumennirnir töfra svo réttina fram í sameiningu. Sjöström hyggst að sögn Eyþórs leika sér með íslenskt hráefni og er íslenskur fiskur, lamb og skyr áberandi á matseðlinum sem gestum Nauthóls verður boðið upp á. Hann segir að pantanir séu þegar komnar á fullt og ljóst að það eru margir sem ekki vilja missa af matreiðslu Sjöströms. Eins og fram hefur komið hefur Nauthóll fengið góðar undirtektir hjá höfuðborgarbúum síðan staðurinn var opnaður í byrjun síðasta árs. „Við erum búin að stimpla okkur rækilega inn held ég á þessu fyrsta ári Nauthóls. Þó að staðurinn sé ekki alveg í alfaraleið erum við hér með frábært útsýni og náttúrufegurð sem fólk sækir í. Og svo hefur matreiðslan og hráefnið vonandi sitt að segja líka," segir Eyþór brosandi út að eyrum.
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira