Hart barist í Eurovision 15. mars 2011 11:00 Búið er að velja lögin 43 sem keppa í Eurovision í Düsseldorf í vor. Búast má við harðri keppni enda taka mörg frambærileg lög þátt í þetta sinn. Nú er ljóst hvaða 43 lög taka þátt í Eurovision-keppninni í Düsseldorf í maí. Vinir Sjonna stíga á svið með lagið Aftur heim í undanúrslitunum fyrir Íslands hönd 10. maí ásamt nítján öðrum löndum, þar á meðal Noregi, Póllandi, Grikklandi, Serbíu og Rússlandi. Í hinum undanúrslitunum 12. maí eigast við þjóðir á borð við Svíþjóð, Danmörku, Írland og Ísrael. Úrslitin sjálf ráðast svo 12. maí. Ítalía tekur þátt í Eurovision í fyrsta sinn í þrettán ár og fer sjálfkrafa í úrslitin rétt eins og Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Fulltrúi Ítala verður Rafael Gualazzi með lagið Madness of Love á meðan strákabandið Blue syngur fyrir hönd Bretlands hið grípandi I Can. Tvíburarnir Jeward syngja Lipstick fyrir hönd Íra. Lagið er nútímalegt popp og líkist á engan hátt sigurlögunum tveimur sem landi þeirra Johnny Logan söng svo eftirminnilega í Eurovision á níunda áratugnum.Dana International.Þá tekur sigurvegarinn frá því í fyrra, hin þýska Lena, þátt í keppninni annað árið í röð, nú með lagið Taken by a Stranger. Kynskiptingurinn Dana International frá Ísrael snýr einnig aftur í keppnina með lagið Ding Dong. Dana sigraði í Eurovision árið 1998 með Diva, sem náði miklum vinsældum í Evrópu í framhaldinu. Hin Norðurlöndin eiga vitaskuld sína fulltrúa í keppninni. Hinn 21 árs Eric Saade vann Melodifestivalen-keppnina í Svíþjóð um síðustu helgi og mætir því til Þýskalands með stuðlagið Popular í farteskinu. Stella Mwangi keppir fyrir hönd Noregs með lagið Haba Haba, sem er undir afrískum áhrifum, og telja það margir sigurstranglegt. Hinn tvítugi Paradise Oskar syngur lagið Da da dam sem er framlag Finna í ár. Þetta er rólegt kassagítarlag sem felur í sér mikinn umhverfisboðskap. Frá Danmörku kemur poppsveitin A Friend In London með lagið New Tomorrow sem auðvelt er að syngja með og gæti náð langt í keppninni. [email protected] Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Búið er að velja lögin 43 sem keppa í Eurovision í Düsseldorf í vor. Búast má við harðri keppni enda taka mörg frambærileg lög þátt í þetta sinn. Nú er ljóst hvaða 43 lög taka þátt í Eurovision-keppninni í Düsseldorf í maí. Vinir Sjonna stíga á svið með lagið Aftur heim í undanúrslitunum fyrir Íslands hönd 10. maí ásamt nítján öðrum löndum, þar á meðal Noregi, Póllandi, Grikklandi, Serbíu og Rússlandi. Í hinum undanúrslitunum 12. maí eigast við þjóðir á borð við Svíþjóð, Danmörku, Írland og Ísrael. Úrslitin sjálf ráðast svo 12. maí. Ítalía tekur þátt í Eurovision í fyrsta sinn í þrettán ár og fer sjálfkrafa í úrslitin rétt eins og Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Fulltrúi Ítala verður Rafael Gualazzi með lagið Madness of Love á meðan strákabandið Blue syngur fyrir hönd Bretlands hið grípandi I Can. Tvíburarnir Jeward syngja Lipstick fyrir hönd Íra. Lagið er nútímalegt popp og líkist á engan hátt sigurlögunum tveimur sem landi þeirra Johnny Logan söng svo eftirminnilega í Eurovision á níunda áratugnum.Dana International.Þá tekur sigurvegarinn frá því í fyrra, hin þýska Lena, þátt í keppninni annað árið í röð, nú með lagið Taken by a Stranger. Kynskiptingurinn Dana International frá Ísrael snýr einnig aftur í keppnina með lagið Ding Dong. Dana sigraði í Eurovision árið 1998 með Diva, sem náði miklum vinsældum í Evrópu í framhaldinu. Hin Norðurlöndin eiga vitaskuld sína fulltrúa í keppninni. Hinn 21 árs Eric Saade vann Melodifestivalen-keppnina í Svíþjóð um síðustu helgi og mætir því til Þýskalands með stuðlagið Popular í farteskinu. Stella Mwangi keppir fyrir hönd Noregs með lagið Haba Haba, sem er undir afrískum áhrifum, og telja það margir sigurstranglegt. Hinn tvítugi Paradise Oskar syngur lagið Da da dam sem er framlag Finna í ár. Þetta er rólegt kassagítarlag sem felur í sér mikinn umhverfisboðskap. Frá Danmörku kemur poppsveitin A Friend In London með lagið New Tomorrow sem auðvelt er að syngja með og gæti náð langt í keppninni. [email protected]
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira