Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína 17. mars 2011 13:30 Magnús ásamt sendiherra Kína á Íslandi og Júlíusi Hafstein þegar viðurkenningin var afhent í gær. Fréttablaðið/Valli „Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." [email protected] Lífið Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." [email protected]
Lífið Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira