Framhaldsskólanemar flykkjast norður 30. mars 2011 10:00 „Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp. Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Það er komin rosaleg spenna í mannskapinn hér á Akureyri," segir Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Hinn 9. apríl fer Söngkeppni framhaldsskólanna fram á Akureyri. Forsvarsmenn keppninnar reikna með því að gríðarlegur fjöldi framhaldsskólanema haldi norður til að hvetja sinn skóla og því ljóst að bærinn verður fullur af lífi. „Það verður allt að gerast á Akureyri þessa helgi," segir Tindur Óli Jensson, verkefnastjóri AM Events, en fyrirtækið skipuleggur söngkeppnina. Tindur segir að um 2000 nemendur fari á sjálfa söngkeppnina, en að þessa sömu helgi fari einnig fram snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme og því verði enn þá meira um að vera norðan heiða. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins verða í Akureyrarbæ umrædda helgi. „Við hjá AM Events verðum með áfengislaust ball fyrir 16 ára og eldri, en þar spila Agent Fresco, Danni Deluxe og Skítamórall," segir Tindur. Á Græna hattinum verður heljarinnar tónleikadagskrá á vegum AK Extreme og eins koma tónlistarmennirnir Blaz Roca og Friðrik Dór fram í Sjallanum á föstudagskvöldinu. Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá gistingu í bænum þessa helgi, en rúmur mánuður er síðan öll gistiheimili og hótel voru fullbókuð. „Þetta er í fyrsta skipti í þau fimm ár sem við höfum séð um keppnina, að hvert einasta gistipláss á Akureyri er uppbókað. Við vorum meira að segja í vandræðum með að redda gistingu fyrir starfsmennina okkar," segir Tindur í léttum dúr. Þeir sem ekki fara norður til að fylgjast með söngkeppninni þurfa ekki að örvænta, því keppnin verður í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina í fyrra í heild sinni en einnig má horfa á hana á Vísir Sjónvarp.
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira