Vinir Sjonna komast ekki í partí 19. apríl 2011 09:00 komast ekki í partí Vinir Sjonna eru mjög uppteknir þessa dagana og komast ekki í erlend Eurovision-partí. fréttablaðið/daníel FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Það eru allir mjög uppteknir,“ segir Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Vinir Sjonna hafa þurft að afboða komu sína í tvö erlend Eurovision-partí vegna annríkis. Fyrra partíið var haldið í London á sunnudagskvöld þar sem hin ísraelska Dana International var á meðal gesta og hið síðara verður í Hollandi næstkomandi sunnudag. Eurobandið og Jóhanna Guðrún sungu í partíinu í London á sínum tíma en Hera Björk varð að afboða komu sína í fyrra vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Matti er að frumsýna Hárið, Pálmi er að undirbúa sýningu í Borgarleikhúsinu, Gunni er í námi á Bifröst, Viggi er að klára plötu og Þórunn var í Rússlandi með Vesturporti,“ segir Jónatan. „Það er eðlilegt að fólk hafi ekki tíma og það þýðir ekkert að senda bara einn.“ Aðspurður hvort þetta dragi ekki úr möguleikum íslenska lagsins Aftur heim í lokakeppninni telur hann svo ekki vera. „Þetta er ekkert stórmál. Það eru rosalega fáir að túra um Evrópu eins og gert hefur verið,“ segir hann. Ástæðan er peningaleysi og til að mynda mun sænski flytjandinn Eric Saade ekki kynna lag sitt Popular erlendis. „Menn eru að nota Twitter, Youtube, Facebook og hvað þetta heitir allt til að kynna sig. Það eru aðrar leiðir núna sem voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum.“ Lokaundirbúningur Vina Sjonna fer í gang eftir páska og hópurinn flýgur síðan til Þýskalands 1. maí. Hvernig metur Jónatan möguleika íslenska lagsins? „Ég hef enga hugmynd um það. Í fyrsta skipti geri ég mér enga grein fyrir hvernig þetta á eftir að fara. “- fb Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Það eru allir mjög uppteknir,“ segir Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Vinir Sjonna hafa þurft að afboða komu sína í tvö erlend Eurovision-partí vegna annríkis. Fyrra partíið var haldið í London á sunnudagskvöld þar sem hin ísraelska Dana International var á meðal gesta og hið síðara verður í Hollandi næstkomandi sunnudag. Eurobandið og Jóhanna Guðrún sungu í partíinu í London á sínum tíma en Hera Björk varð að afboða komu sína í fyrra vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Matti er að frumsýna Hárið, Pálmi er að undirbúa sýningu í Borgarleikhúsinu, Gunni er í námi á Bifröst, Viggi er að klára plötu og Þórunn var í Rússlandi með Vesturporti,“ segir Jónatan. „Það er eðlilegt að fólk hafi ekki tíma og það þýðir ekkert að senda bara einn.“ Aðspurður hvort þetta dragi ekki úr möguleikum íslenska lagsins Aftur heim í lokakeppninni telur hann svo ekki vera. „Þetta er ekkert stórmál. Það eru rosalega fáir að túra um Evrópu eins og gert hefur verið,“ segir hann. Ástæðan er peningaleysi og til að mynda mun sænski flytjandinn Eric Saade ekki kynna lag sitt Popular erlendis. „Menn eru að nota Twitter, Youtube, Facebook og hvað þetta heitir allt til að kynna sig. Það eru aðrar leiðir núna sem voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum.“ Lokaundirbúningur Vina Sjonna fer í gang eftir páska og hópurinn flýgur síðan til Þýskalands 1. maí. Hvernig metur Jónatan möguleika íslenska lagsins? „Ég hef enga hugmynd um það. Í fyrsta skipti geri ég mér enga grein fyrir hvernig þetta á eftir að fara. “- fb
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira