Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna 26. apríl 2011 07:00 Fancy Pants Global stækkar hratt, en fyrsti leikur fyrirtækisins var tilnefndur til tveggja norrænna tölvuleikjaverðlauna. „Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
„Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira