Hann á eftir að upplifa það Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2011 06:00 Stolnar stundir. Bókmenntir Stolnar stundir. Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögur ehf. 2011 Þórir er þjófur. Hann stelur tíma frá fjölskyldu sinni. Þykist vera í vinnunni en situr þess í stað á kaffihúsi og skrifar blogg. Langar að skrifa skáldsögu en vandamálið er að hann hefur ekkert að skrifa um. Líf hans er of venjulegt til að hægt sé að nota það í skáldsögu og hann hefur ekki getu til að ímynda sér líf annarra. Svo hringir kona og söguefnið verður til. Ágúst Borgþór er kunnur smásagnahöfundur og bloggari og óhjákvæmilegt að reka augun í samsvaranirnar á milli hans sjálfs og sögupersónunnar Þóris. Enda hefur hann sagt í viðtölum að hann noti eigið líf og umhverfi sem grunn. Þessi aðferð er sniðug til að vekja gægjuhneigð lesandans sem óneitanlega veltir því fyrir sér hvað í nóvellunni Stolnar stundir eigi sér rætur í lífi höfundarins. Ágúst ýtir enn frekar undir þessar vangaveltur með því að nota teikningu af sjálfum sér á forsíðu bókarinnar, teikningu sem Þórir skýrir frá í sögunni hvernig varð til. Þannig leikur hann sér með bloggformið þar sem fólk birtir þá mynd af sjálfu sér sem það vill að heimurinn sjái. Ímyndarsköpun og mörk skáldskapar og veruleika eru meginstef sögunnar sem gerist árið 2007 þegar áherslan liggur öll á því hvað þú sýnist vera, ekki á því hver þú ert í raun. Og einhvers staðar á leiðinni missa menn sjónar á því hverjir þeir eru og hvert þeir eru að fara. „Þórir skynjaði að í honum blundaði sterk löngun til að vera einhver annar en hann var – en þó enginn sérstakur." (bls. 43) Ágúst Borgþór hefur sérhæft sig í stuttum textum, myndum af augnablikum, og Stolnar stundir er byggð upp af slíkum örmyndum sem raðast saman í púslmynd af lífi sögupersónunnar á áhrifaríkan hátt. Firringin og sjálfhverfnin kristallast í samskiptum Þóris við ókunnu konuna sem kemur hreyfingu á gráan hversdagsleikann um stund, en skiptir hann engu máli sem manneskja. Bráðfyndin lýsing á foreldrafundi í fótboltadeild sonar hans, þar sem umræðuefnið er hvort hagkvæmara sé að þiggja fótboltatöskur af Landsbankanum eða Glitni er hárbeitt lýsing á tíðarandanum og lýsingarnar á umbyltingu íbúðar hjónanna í anda Húsa og híbýla gefa tóninn fyrir innihaldsleysi lífsmátans. Það er ekki bara Þórir sem þráir að vera annar og öðruvísi, það er allt þjóðfélagið. Ágúst Borgþór hefur löngu sannað það að hann er fínn stílisti og hér fágar hann stíl sinn enn frekar. Ekki orði er ofaukið og fágað yfirborð textans undirstrikar þá örvæntingu sem undir býr – þrátt fyrir allt. Niðurstaða:Vel stíluð og beitt ádeila sem veltir upp spurningum og vekur umhugsun. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bókmenntir Stolnar stundir. Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögur ehf. 2011 Þórir er þjófur. Hann stelur tíma frá fjölskyldu sinni. Þykist vera í vinnunni en situr þess í stað á kaffihúsi og skrifar blogg. Langar að skrifa skáldsögu en vandamálið er að hann hefur ekkert að skrifa um. Líf hans er of venjulegt til að hægt sé að nota það í skáldsögu og hann hefur ekki getu til að ímynda sér líf annarra. Svo hringir kona og söguefnið verður til. Ágúst Borgþór er kunnur smásagnahöfundur og bloggari og óhjákvæmilegt að reka augun í samsvaranirnar á milli hans sjálfs og sögupersónunnar Þóris. Enda hefur hann sagt í viðtölum að hann noti eigið líf og umhverfi sem grunn. Þessi aðferð er sniðug til að vekja gægjuhneigð lesandans sem óneitanlega veltir því fyrir sér hvað í nóvellunni Stolnar stundir eigi sér rætur í lífi höfundarins. Ágúst ýtir enn frekar undir þessar vangaveltur með því að nota teikningu af sjálfum sér á forsíðu bókarinnar, teikningu sem Þórir skýrir frá í sögunni hvernig varð til. Þannig leikur hann sér með bloggformið þar sem fólk birtir þá mynd af sjálfu sér sem það vill að heimurinn sjái. Ímyndarsköpun og mörk skáldskapar og veruleika eru meginstef sögunnar sem gerist árið 2007 þegar áherslan liggur öll á því hvað þú sýnist vera, ekki á því hver þú ert í raun. Og einhvers staðar á leiðinni missa menn sjónar á því hverjir þeir eru og hvert þeir eru að fara. „Þórir skynjaði að í honum blundaði sterk löngun til að vera einhver annar en hann var – en þó enginn sérstakur." (bls. 43) Ágúst Borgþór hefur sérhæft sig í stuttum textum, myndum af augnablikum, og Stolnar stundir er byggð upp af slíkum örmyndum sem raðast saman í púslmynd af lífi sögupersónunnar á áhrifaríkan hátt. Firringin og sjálfhverfnin kristallast í samskiptum Þóris við ókunnu konuna sem kemur hreyfingu á gráan hversdagsleikann um stund, en skiptir hann engu máli sem manneskja. Bráðfyndin lýsing á foreldrafundi í fótboltadeild sonar hans, þar sem umræðuefnið er hvort hagkvæmara sé að þiggja fótboltatöskur af Landsbankanum eða Glitni er hárbeitt lýsing á tíðarandanum og lýsingarnar á umbyltingu íbúðar hjónanna í anda Húsa og híbýla gefa tóninn fyrir innihaldsleysi lífsmátans. Það er ekki bara Þórir sem þráir að vera annar og öðruvísi, það er allt þjóðfélagið. Ágúst Borgþór hefur löngu sannað það að hann er fínn stílisti og hér fágar hann stíl sinn enn frekar. Ekki orði er ofaukið og fágað yfirborð textans undirstrikar þá örvæntingu sem undir býr – þrátt fyrir allt. Niðurstaða:Vel stíluð og beitt ádeila sem veltir upp spurningum og vekur umhugsun.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira