Lífinu ég þakka Elísabet Brekkan skrifar 10. maí 2011 06:00 Aðstandendur verksins Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Leiklist. Ótuktin. Sýnt í Iðnó. Byggt á samnefndri bók eftir Önnu Pálínu Árnadóttur. Leikgerð, leikstjórn og undirleikur: Valgerð Skagfjörð. Flytjandi: Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Gamla góða Iðnó stendur fyrir sínu. Nú er þar enn ein sýningin í huggulegu umhverfi þar sem saga er sögð og sungið á milli. Hræðilega erfið frænka kemur í heimsókn til ungrar konu í blóma lífsins. Frænkan var heldur leiðinleg hér áður fyrr og gaf bara vont súkkulaði og ljóta sokka í jólagjöf en nú er hún mætt og neitar að fara. Konan sem á húsið vísar henni í versta herbergið lengst í burtu en engu að síður er það frænkan sem sigrar að lokum. Anna Pálína Árnadóttir, söngkona og þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu, lést af völdum krabbameins aðeins 41 árs að aldri árið 2004. Hún var áður búin að vinna hug og hjörtu landsmanna með söng sínum og hafði á allra síðustu árunum ferðast um og talað um þessa frænku, þennan óvelkomna gest sem engu að síður varð að fá sitt pláss. Hún kallaði hana Kröbbu frænku. Anna Pálína var allan tímann mjög opinská um sjúkdóm sinn og Ótuktin er afrakstur skrifa hennar um þetta erfiða einvígi. Valgeir Skagfjörð útbjó einleik eða öllu heldur tvíleik um Ótuktina og er það Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem fer með hlutverk söngkonunnar sem segir sögu sína sem síðan er brotin upp með söng og Valgeir sér um undirleik á píanó og leiðir með henni nokkur samtöl. Þetta er að mörgu leyti hugljúf stund þó í lengra lagi væri. Katla Margrét kann listina að stilla á háu ljósin og hefur glettilega nærveru í erfiðum texta. Hún fer með hlutverk ungrar söngkonu, eiginkonu og móður og lýsir baráttuaðferð hennar við illvígan sjúkdóm sem hún getur ekki sigrast á en verður að sætta sig við að lifa með. Sönglögum er fléttað inn í frásagnirnar. Það hefði mátt lýsa betur leikkonuna þó birtan svona rauðleit hafi vissulega líka sitt gildi. Kötlu Margréti tókst vel til við að glæða samtölin lífi, einkum voru samskiptin við hinn fremur durtslega lækni lifandi og lýsandi. Þessi sýning er nauðsynleg og góð en það hefði frá leikrænu sjónarmiði farið betur á því að minnka aðeins textaflæðið og lyfta betur fram dramatískum atriðum með leiknum smámyndum í stað þess að hún var sífellt að segja frá því hvernig hún hefði brugðist við hinu og þessu. Skugginn átti sitt hlutverk og það var sterk og mögnuð frásögn af því hvernig hann tók sér bólfestu í henni en henni tókst að bægja honum frá með ýmsum góðum ráðum, en engu að síður mætti hann aftur. Það er margt í þessari sýningu sem vafalítið vekur fólk til umhugsunar, eins og t.d. hvernig á að tala við þann sem er með krabbamein, eða hvernig á krabbameinssjúklingur að hegða sér? Þegar hún situr og spjallar við hina sjúklingana sem haldnir eru þessu meini, alls konar fólk, tekst henni að bregða upp ansi skýrri mynd. Eiginmaður Önnu Pálínu, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, á ekki aðeins sinn stóra þátt í verkinu heldur er hann jafnframt textahöfundur að öllum þeim lögum sem flutt eru. Þar á meðal eru yndislegar perlur eins og Haustvísa eftir Erna Tauro þar sem Aðalsteinn þýðir hugljúfan texta Tove Jansson og eins lokasöngurinn Lífinu ég þakka sem Violetta Parra samdi á sínum tíma og Aðalsteinn hefur nú samið íslenskan texta við. Þó að þetta sé erfitt og sorglegt viðfangsefni er sýningin á köflum smellin. Óhætt að lofa enn einni góðri kvöldstund í Iðnó. Niðurstaða: Erfiðu og sorglegu efni gerð skil á hjartnæman og oft smellinn hátt. Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist. Ótuktin. Sýnt í Iðnó. Byggt á samnefndri bók eftir Önnu Pálínu Árnadóttur. Leikgerð, leikstjórn og undirleikur: Valgerð Skagfjörð. Flytjandi: Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Gamla góða Iðnó stendur fyrir sínu. Nú er þar enn ein sýningin í huggulegu umhverfi þar sem saga er sögð og sungið á milli. Hræðilega erfið frænka kemur í heimsókn til ungrar konu í blóma lífsins. Frænkan var heldur leiðinleg hér áður fyrr og gaf bara vont súkkulaði og ljóta sokka í jólagjöf en nú er hún mætt og neitar að fara. Konan sem á húsið vísar henni í versta herbergið lengst í burtu en engu að síður er það frænkan sem sigrar að lokum. Anna Pálína Árnadóttir, söngkona og þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu, lést af völdum krabbameins aðeins 41 árs að aldri árið 2004. Hún var áður búin að vinna hug og hjörtu landsmanna með söng sínum og hafði á allra síðustu árunum ferðast um og talað um þessa frænku, þennan óvelkomna gest sem engu að síður varð að fá sitt pláss. Hún kallaði hana Kröbbu frænku. Anna Pálína var allan tímann mjög opinská um sjúkdóm sinn og Ótuktin er afrakstur skrifa hennar um þetta erfiða einvígi. Valgeir Skagfjörð útbjó einleik eða öllu heldur tvíleik um Ótuktina og er það Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem fer með hlutverk söngkonunnar sem segir sögu sína sem síðan er brotin upp með söng og Valgeir sér um undirleik á píanó og leiðir með henni nokkur samtöl. Þetta er að mörgu leyti hugljúf stund þó í lengra lagi væri. Katla Margrét kann listina að stilla á háu ljósin og hefur glettilega nærveru í erfiðum texta. Hún fer með hlutverk ungrar söngkonu, eiginkonu og móður og lýsir baráttuaðferð hennar við illvígan sjúkdóm sem hún getur ekki sigrast á en verður að sætta sig við að lifa með. Sönglögum er fléttað inn í frásagnirnar. Það hefði mátt lýsa betur leikkonuna þó birtan svona rauðleit hafi vissulega líka sitt gildi. Kötlu Margréti tókst vel til við að glæða samtölin lífi, einkum voru samskiptin við hinn fremur durtslega lækni lifandi og lýsandi. Þessi sýning er nauðsynleg og góð en það hefði frá leikrænu sjónarmiði farið betur á því að minnka aðeins textaflæðið og lyfta betur fram dramatískum atriðum með leiknum smámyndum í stað þess að hún var sífellt að segja frá því hvernig hún hefði brugðist við hinu og þessu. Skugginn átti sitt hlutverk og það var sterk og mögnuð frásögn af því hvernig hann tók sér bólfestu í henni en henni tókst að bægja honum frá með ýmsum góðum ráðum, en engu að síður mætti hann aftur. Það er margt í þessari sýningu sem vafalítið vekur fólk til umhugsunar, eins og t.d. hvernig á að tala við þann sem er með krabbamein, eða hvernig á krabbameinssjúklingur að hegða sér? Þegar hún situr og spjallar við hina sjúklingana sem haldnir eru þessu meini, alls konar fólk, tekst henni að bregða upp ansi skýrri mynd. Eiginmaður Önnu Pálínu, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, á ekki aðeins sinn stóra þátt í verkinu heldur er hann jafnframt textahöfundur að öllum þeim lögum sem flutt eru. Þar á meðal eru yndislegar perlur eins og Haustvísa eftir Erna Tauro þar sem Aðalsteinn þýðir hugljúfan texta Tove Jansson og eins lokasöngurinn Lífinu ég þakka sem Violetta Parra samdi á sínum tíma og Aðalsteinn hefur nú samið íslenskan texta við. Þó að þetta sé erfitt og sorglegt viðfangsefni er sýningin á köflum smellin. Óhætt að lofa enn einni góðri kvöldstund í Iðnó. Niðurstaða: Erfiðu og sorglegu efni gerð skil á hjartnæman og oft smellinn hátt.
Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira