Hverjir elska okkur mest? Pawel Bartoszek skrifar 13. maí 2011 07:00 Fram undan er Eurovision. Sumir líta á Eurovision sem söngkeppni, ég lít á hana sem margvítt reikningsdæmi. Keppnin hefur nefnilega á undanförnum árum orðið mörgum merkum fræðimönnum tilefni vandaðra skrifa í virt vísindatímarit. Jæja, kannski ekki mjög virt. Og kannski hafa skrifin ekki alltaf verið vönduð. Og kannski hafa fræðimennirnir hvorki verið margir né merkir. En eitthvað hafa þeir nú fundið út. KlíkurAuðvitað vita allir að söngurinn er ekki alltaf aðalatriðið. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á klíkumyndun í Eurovision sýna að sterkasta klíkan í Eurovision samanstendur af tveimur löndum: Grikklandi og Kýpur. Ekki er nóg með að löndin skiptist ávallt á fullu húsi stiga heldur er tónlistarsmekkur þeirra þegar kemur að stigagjöf í garð annarra landa mjög svipaður. Grikkland og Kýpur saman eru því eins og eitt ríki sem fær forgjöf og tvöfalt atkvæðavægi. Næststerkasta klíkan er stórnorræna klíkan sem samanstendur af Norðurlöndunum fimm auk Eistlands. Lönd innan klíkunnar gefa hvort öðru miklu frekar stig en löndunum utan, til dæmis tóku öll þessi sex lönd þátt í úrslitum árið 2009 og gáfu þau þá sjálfum sér yfir helminginn af stigunum. Öll hin nítján löndin fengu þannig samanlagt 45 prósent af heildarstigum klíkunnar meðan 55 prósentum var úthlutað „innbyrðis". SkyndibitatónlistNorrænu lögin í Eurovision gera tónlistarsmekk Íslendinga það sama og viðbættur hvítur sykur gerir mataræði þeirra. Ganga má að því sem vísu að stór hluti íslenskra kjósenda muni leita í þá snöggu umbun sem Abba-lagið sem Svíar hafa sent sleitulaust frá áttunda áratugnum veitir. Annað: Það er félagslega áhættulaust að kunna að meta danska eða norska lagið, á sama hátt og það er öruggara val að baka súkkulaðiköku fyrir kaffiboðið en að bjóða upp á speltvefjur með spínatmauki. Íhaldssemin ræður för. Sigurlagið hennar Lenu frá Þýskalandi í fyrra fékk þrjú stig frá Íslendingum. Skömm. Við verðum stundum að hugsa suður fyrir Slésvík. Velvild þjóðaÍ ársgamalli rannsókn sem undirritaður gerði ásamt Sigrúnu Helgu Lund tölfræðingi var reynt að meta velvild milli þátttökuþjóða Eurovision. Velvildin er mæld í tölu frá -12 og upp í +12. Velvild milli Kýpur og Grikklands er þannig +12 á báða vegu, sem þýðir að hvort landið gefur hinu að jafnaði fullt hús stiga, sama hve drulluléleg bæði lögin kunna að vera. Tafla 1 sýnir síðan velvild Íslendinga í garð nokkurra annarra Eurovision-þjóða. Talan +8 við hlið Noregs táknar þannig að Íslendingar gefi Norðmönnum að jafnaði 8 stigum meira en þeir síðarnefndu eiga skilið. Talan -10 við hlið Makedóníu þýðir að sama skapi að jafnvel þótt Makedónía væri með besta lagið í keppninni og ætti skilið að fá 12 stig gæfu Íslendingar því ekki nema 2. Velvild annarra í garð Íslands má sjá í töflu 2. Við sjáum því að Íslendingar eiga þó nokkra góða vini í keppninni og það sem meira er, fá lönd virðast búa yfir óvild í garð Íslendinga. Með góðu framlagi eru okkur því allir vegir færir. Enginn er að leggja okkur í einelti. Stærðfræði er ekki alltÞegar klíkutengsl Eurovision hafa verið rannsökuð í þaula er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota alla þessa stærðfræði til að spá fyrir um úrslit keppna. Vopnaður þungavigtartölfræðilíkunum líkt og þeim sem lýst er að ofan tókst mér að að giska fyrir fram rétt á 5 af þeim 10 lögum sem komust áfram fyrra undanúrslitakvöldið. Það er svipaður árangur og vænta mætti af simpansa sem fengi í hendur fána allra þáttökuríkja og þyrfti að skipta þeim í bunka. Unnusta mín, raunar stærðfræðingur einnig, giskaði rétt á átta lög af tíu. Hún notaði þá frumlegu aðferð að hlusta á lögin. Rétt eins og um söngvakeppni væri að ræða en ekki margvítt reikningsdæmi. Klókt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Fram undan er Eurovision. Sumir líta á Eurovision sem söngkeppni, ég lít á hana sem margvítt reikningsdæmi. Keppnin hefur nefnilega á undanförnum árum orðið mörgum merkum fræðimönnum tilefni vandaðra skrifa í virt vísindatímarit. Jæja, kannski ekki mjög virt. Og kannski hafa skrifin ekki alltaf verið vönduð. Og kannski hafa fræðimennirnir hvorki verið margir né merkir. En eitthvað hafa þeir nú fundið út. KlíkurAuðvitað vita allir að söngurinn er ekki alltaf aðalatriðið. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á klíkumyndun í Eurovision sýna að sterkasta klíkan í Eurovision samanstendur af tveimur löndum: Grikklandi og Kýpur. Ekki er nóg með að löndin skiptist ávallt á fullu húsi stiga heldur er tónlistarsmekkur þeirra þegar kemur að stigagjöf í garð annarra landa mjög svipaður. Grikkland og Kýpur saman eru því eins og eitt ríki sem fær forgjöf og tvöfalt atkvæðavægi. Næststerkasta klíkan er stórnorræna klíkan sem samanstendur af Norðurlöndunum fimm auk Eistlands. Lönd innan klíkunnar gefa hvort öðru miklu frekar stig en löndunum utan, til dæmis tóku öll þessi sex lönd þátt í úrslitum árið 2009 og gáfu þau þá sjálfum sér yfir helminginn af stigunum. Öll hin nítján löndin fengu þannig samanlagt 45 prósent af heildarstigum klíkunnar meðan 55 prósentum var úthlutað „innbyrðis". SkyndibitatónlistNorrænu lögin í Eurovision gera tónlistarsmekk Íslendinga það sama og viðbættur hvítur sykur gerir mataræði þeirra. Ganga má að því sem vísu að stór hluti íslenskra kjósenda muni leita í þá snöggu umbun sem Abba-lagið sem Svíar hafa sent sleitulaust frá áttunda áratugnum veitir. Annað: Það er félagslega áhættulaust að kunna að meta danska eða norska lagið, á sama hátt og það er öruggara val að baka súkkulaðiköku fyrir kaffiboðið en að bjóða upp á speltvefjur með spínatmauki. Íhaldssemin ræður för. Sigurlagið hennar Lenu frá Þýskalandi í fyrra fékk þrjú stig frá Íslendingum. Skömm. Við verðum stundum að hugsa suður fyrir Slésvík. Velvild þjóðaÍ ársgamalli rannsókn sem undirritaður gerði ásamt Sigrúnu Helgu Lund tölfræðingi var reynt að meta velvild milli þátttökuþjóða Eurovision. Velvildin er mæld í tölu frá -12 og upp í +12. Velvild milli Kýpur og Grikklands er þannig +12 á báða vegu, sem þýðir að hvort landið gefur hinu að jafnaði fullt hús stiga, sama hve drulluléleg bæði lögin kunna að vera. Tafla 1 sýnir síðan velvild Íslendinga í garð nokkurra annarra Eurovision-þjóða. Talan +8 við hlið Noregs táknar þannig að Íslendingar gefi Norðmönnum að jafnaði 8 stigum meira en þeir síðarnefndu eiga skilið. Talan -10 við hlið Makedóníu þýðir að sama skapi að jafnvel þótt Makedónía væri með besta lagið í keppninni og ætti skilið að fá 12 stig gæfu Íslendingar því ekki nema 2. Velvild annarra í garð Íslands má sjá í töflu 2. Við sjáum því að Íslendingar eiga þó nokkra góða vini í keppninni og það sem meira er, fá lönd virðast búa yfir óvild í garð Íslendinga. Með góðu framlagi eru okkur því allir vegir færir. Enginn er að leggja okkur í einelti. Stærðfræði er ekki alltÞegar klíkutengsl Eurovision hafa verið rannsökuð í þaula er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota alla þessa stærðfræði til að spá fyrir um úrslit keppna. Vopnaður þungavigtartölfræðilíkunum líkt og þeim sem lýst er að ofan tókst mér að að giska fyrir fram rétt á 5 af þeim 10 lögum sem komust áfram fyrra undanúrslitakvöldið. Það er svipaður árangur og vænta mætti af simpansa sem fengi í hendur fána allra þáttökuríkja og þyrfti að skipta þeim í bunka. Unnusta mín, raunar stærðfræðingur einnig, giskaði rétt á átta lög af tíu. Hún notaði þá frumlegu aðferð að hlusta á lögin. Rétt eins og um söngvakeppni væri að ræða en ekki margvítt reikningsdæmi. Klókt.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun