Ósáttir við að vera á lista styrktarsjóðsins Kraums 13. maí 2011 08:00 Sigurður Ásgeir í Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Fréttablaðið/Arnþór Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. [email protected] Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. [email protected]
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira