Stór hluti stjórnenda er á móti kynjakvóta 14. maí 2011 07:00 Ráðstefna um konur og karla Húsfyllir var í stóra ráðstefnusalnum á Hilton Reykjavík Nordica í gærmorgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem þar var haldin undir yfirskriftinni „Virkjum karla og konur til athafna“. Fréttablaðið/GVA Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. [email protected] Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira