Borgarstjóri skammar Smith 14. maí 2011 19:00 Bless íbúðarvagn Will Smith varð að færa risavaxinn íbúðarvagn sinn samkvæmt beiðni frá borgarstjóranum í New York, Michael Bloomberg. Íbúðarvagninn er 107 fermetrar, er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. asdf Dagblöð og vefsíður í Bandaríkjunum hafa fylgst grannt með deilum bandaríska leikarans Will Smith og íbúa í SoHo-hverfinu í New York en þar fara nú tökur fram á þriðju myndinni í MIB-myndaflokknum. Will Smith hefur löngum verið þekktur fyrir ofvaxið egó en þykir hafa farið fram úr sér með nýjasta uppátækinu. Íbúar hverfisins ráku nefnilega upp stór augu þegar vörubíll af stærstu gerð kom fyrir risavöxnum íbúðarvagni í miðju íbúðarhverfinu. Íbúðarvagninn er allur sá glæsilegasti, um það verður ekki deilt, enda þarf Smith að punga út níu þúsund dölum í leigu á viku. Hann er 107 fermetrar á tveimur hæðum og skartar meðal annars sérstöku kvikmyndaherbergi með 100 tommu sjónvarpsskjá, skrifstofu fyrir aðstoðarmenn, stóru svefnherbergi og granítlögðu baðherbergi. Vagninn er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hvorki meira né minna. Nágrannarnir tóku þessu illa, jafnvel þótt þetta væri Will Smith, enda stóð vagninn í miðju hverfinu og skyggði á allt og alla. Bandaríska dagblaðið The New York Post fór á stúfana og ræddi við nokkra íbúa í hverfinu og þeir voru flestir á einu máli um að hegðun Smith væri til háborinnar skammar fyrir hann og tökuliðið. Að endingu neyddist borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, til að blanda sér í málið. Hann skipaði leikaranum í gær að færa ferlíkið og koma því fyrir á minna áberandi stað. „Hver þarf svona stóran íbúðarvagn? Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fá þá svona stóra,“ hefur New York Post eftir borgarstjóranum. Í kjölfarið var send út yfirlýsing frá skrifstofu borgarstjóra. Þar kom fram að til að minnka ónæðið af tökum á MIB 3 fyrir íbúa SoHo-hverfisins hefði skrifstofa borgarstjórans í New York beðið aðstandendur um að færa íbúðarvagninn á einkasvæði, og var það gert. Þegar Will Smith var sjálfur spurður útí málið hafði hann fátt um það að segja: „Ég bara skil ekki öll þessi læti.“ [email protected]asdf Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
asdf Dagblöð og vefsíður í Bandaríkjunum hafa fylgst grannt með deilum bandaríska leikarans Will Smith og íbúa í SoHo-hverfinu í New York en þar fara nú tökur fram á þriðju myndinni í MIB-myndaflokknum. Will Smith hefur löngum verið þekktur fyrir ofvaxið egó en þykir hafa farið fram úr sér með nýjasta uppátækinu. Íbúar hverfisins ráku nefnilega upp stór augu þegar vörubíll af stærstu gerð kom fyrir risavöxnum íbúðarvagni í miðju íbúðarhverfinu. Íbúðarvagninn er allur sá glæsilegasti, um það verður ekki deilt, enda þarf Smith að punga út níu þúsund dölum í leigu á viku. Hann er 107 fermetrar á tveimur hæðum og skartar meðal annars sérstöku kvikmyndaherbergi með 100 tommu sjónvarpsskjá, skrifstofu fyrir aðstoðarmenn, stóru svefnherbergi og granítlögðu baðherbergi. Vagninn er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hvorki meira né minna. Nágrannarnir tóku þessu illa, jafnvel þótt þetta væri Will Smith, enda stóð vagninn í miðju hverfinu og skyggði á allt og alla. Bandaríska dagblaðið The New York Post fór á stúfana og ræddi við nokkra íbúa í hverfinu og þeir voru flestir á einu máli um að hegðun Smith væri til háborinnar skammar fyrir hann og tökuliðið. Að endingu neyddist borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, til að blanda sér í málið. Hann skipaði leikaranum í gær að færa ferlíkið og koma því fyrir á minna áberandi stað. „Hver þarf svona stóran íbúðarvagn? Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fá þá svona stóra,“ hefur New York Post eftir borgarstjóranum. Í kjölfarið var send út yfirlýsing frá skrifstofu borgarstjóra. Þar kom fram að til að minnka ónæðið af tökum á MIB 3 fyrir íbúa SoHo-hverfisins hefði skrifstofa borgarstjórans í New York beðið aðstandendur um að færa íbúðarvagninn á einkasvæði, og var það gert. Þegar Will Smith var sjálfur spurður útí málið hafði hann fátt um það að segja: „Ég bara skil ekki öll þessi læti.“ [email protected]asdf
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira