Skotheld blúsplata frá Andreu Trausti Júlíusson skrifar 19. maí 2011 14:30 Önnur plata Andreu og Blúsmanna er komin út eftir þrettán ára bið. Tónlist Rain on me rain. Andrea Gylfadóttir & Blúsmenn Andrea Gylfadóttir er hreint mögnuð blússöngkona. Hún hefur haldið úti hljómsveitinni Blúsmönnum Andreu í tuttugu ár og árið 1998 kom út platan Andrea og Blúsmenn, sem fékk góðar viðtökur og er löngu uppseld. Nú þrettán árum síðar er komin plata númer tvö, Rain on me rain, sem var tekin upp í Hljóðrita á tveimur dögum í mars síðastliðnum. Auk Andreu, sem syngur, eru á plötunni þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Einar Rúnarsson sem leikur á Hammond, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Ellefu lög eru á Rain on me rain. Tvö þeirra eru ný frumsamin lög eftir Andreu, en hin níu eru misþekktir smellir, þar á meðal I‘m Wild About That Thing, Fine and Mellow, Black Coffee, The Blues Ain‘t Nothing og meistaraverk Screamin’ Jay Hawkins, I Put a Spell on You. Það þarf ekki að fjölyrða um þennan disk. Hann er algerlega pottþéttur fyrir það sem hann er. Allir spilararnir standa fyrir sínu, Gummi sýnir oft mikil tilþrif á gítarinn og Andrea fer hreinlega á kostum. Tilfinningin og innlifunin hjá henni er einstök. Blúsaðdáendur ættu ekki að láta Rain on me rain framhjá sér fara. Niðurstaða: Andrea Gylfadóttir sýnir hvað hún getur á pottþéttri blúsplötu. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Rain on me rain. Andrea Gylfadóttir & Blúsmenn Andrea Gylfadóttir er hreint mögnuð blússöngkona. Hún hefur haldið úti hljómsveitinni Blúsmönnum Andreu í tuttugu ár og árið 1998 kom út platan Andrea og Blúsmenn, sem fékk góðar viðtökur og er löngu uppseld. Nú þrettán árum síðar er komin plata númer tvö, Rain on me rain, sem var tekin upp í Hljóðrita á tveimur dögum í mars síðastliðnum. Auk Andreu, sem syngur, eru á plötunni þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Einar Rúnarsson sem leikur á Hammond, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Ellefu lög eru á Rain on me rain. Tvö þeirra eru ný frumsamin lög eftir Andreu, en hin níu eru misþekktir smellir, þar á meðal I‘m Wild About That Thing, Fine and Mellow, Black Coffee, The Blues Ain‘t Nothing og meistaraverk Screamin’ Jay Hawkins, I Put a Spell on You. Það þarf ekki að fjölyrða um þennan disk. Hann er algerlega pottþéttur fyrir það sem hann er. Allir spilararnir standa fyrir sínu, Gummi sýnir oft mikil tilþrif á gítarinn og Andrea fer hreinlega á kostum. Tilfinningin og innlifunin hjá henni er einstök. Blúsaðdáendur ættu ekki að láta Rain on me rain framhjá sér fara. Niðurstaða: Andrea Gylfadóttir sýnir hvað hún getur á pottþéttri blúsplötu.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira