Takk! Erla Skúladóttir. skrifar 20. maí 2011 07:00 Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun