Strembin nótt Elsa Hrund Jensdóttir skrifar 16. júní 2011 10:30 Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun