Ég fer í fríið - en til hvers? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: „Ég fer í fríið – ég fer í fríið." En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina? Við erum vissulega komin af vertíðarfólki, heyannafólki og tarnafólki. Saga er ekki bara fortíð, heldur lifum við af henni, ef ekki meðvitað þá ómeðvitað. Foreldrar okkar, ömmur og afar unnu flest mikið og vinnusemi er góð. En að vinna í drep í sumarleyfi er hvorki sjálfsagt hlutskipti né óumflýjanleg örlög. Að vinna er ekki tilgangur sumarleyfis. Frí er fyrir fólk en fólk ekki fyrir frí. Að „gera" eitthvað í fríi er stundum nauðsyn, en að „vera" er alltaf mikilvægt. Er sumarfríið þitt frí frá einhverju – eða frí til einhvers? Tvö lítil orð, sem þarft er að hugsa um þegar lífshættir eru skoðaðir – frí frá eða frí til. Vinna getur verið svo erfið og ófullnægjandi, að fólki líði eins og það sleppi eða losni þegar leyfi byrjar. Svo getur prívatlífið verið lýjandi og dapurlegt. Þau, sem eru í kreppu, gera oft þá skyssu að reyna í sumarleyfinu að bæta sér upp álag eða erfiðleika. Þá verða til „ég á það skilið" frí. Þau, sem hafa farið af stað með slíka upphafsforsendu, koma fremur döpur úr leyfi en stútfull af hamingju. Markmið með leyfi ætti frekar að varða upplifun og reynslu – að vera fremur en að gera. Frí ætti að þjóna hvíld, hleðslu, ástvinum, andríki og uppbyggingu. Þá verður frí þjónn hamingju. Frí eru oftast með öðru móti en væntingarnar lögðu upp með. Það, sem maður býst við að verði mesta reynslan í leyfi eða ferð, veldur kannski vonbrigðum. En það, sem ekki var búist við, þetta sem bara gerist óvænt, verður gjarnan það áhrifaríkasta. Lífið verður ekki planað til fullnustu, væntingar verða aldrei uppfylltar með því móti, sem maður bjóst við. Götutrúður getur t.d. opnað nýja vídd tilverunnar, sem breytir skoðun manns, jafnvel vinnu og lífi. Óplanað samtal getur haft dýpri og meiri áhrif en fræg kirkja, tónleikar í Hofi eða sýning í MoMa. Frí þarf að losa helsi og leiða til frelsis. Ætlar þú að vera eða gera í þínu fríi? Hvort ætlar þú að leyfa því að vera frá eða til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: „Ég fer í fríið – ég fer í fríið." En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina? Við erum vissulega komin af vertíðarfólki, heyannafólki og tarnafólki. Saga er ekki bara fortíð, heldur lifum við af henni, ef ekki meðvitað þá ómeðvitað. Foreldrar okkar, ömmur og afar unnu flest mikið og vinnusemi er góð. En að vinna í drep í sumarleyfi er hvorki sjálfsagt hlutskipti né óumflýjanleg örlög. Að vinna er ekki tilgangur sumarleyfis. Frí er fyrir fólk en fólk ekki fyrir frí. Að „gera" eitthvað í fríi er stundum nauðsyn, en að „vera" er alltaf mikilvægt. Er sumarfríið þitt frí frá einhverju – eða frí til einhvers? Tvö lítil orð, sem þarft er að hugsa um þegar lífshættir eru skoðaðir – frí frá eða frí til. Vinna getur verið svo erfið og ófullnægjandi, að fólki líði eins og það sleppi eða losni þegar leyfi byrjar. Svo getur prívatlífið verið lýjandi og dapurlegt. Þau, sem eru í kreppu, gera oft þá skyssu að reyna í sumarleyfinu að bæta sér upp álag eða erfiðleika. Þá verða til „ég á það skilið" frí. Þau, sem hafa farið af stað með slíka upphafsforsendu, koma fremur döpur úr leyfi en stútfull af hamingju. Markmið með leyfi ætti frekar að varða upplifun og reynslu – að vera fremur en að gera. Frí ætti að þjóna hvíld, hleðslu, ástvinum, andríki og uppbyggingu. Þá verður frí þjónn hamingju. Frí eru oftast með öðru móti en væntingarnar lögðu upp með. Það, sem maður býst við að verði mesta reynslan í leyfi eða ferð, veldur kannski vonbrigðum. En það, sem ekki var búist við, þetta sem bara gerist óvænt, verður gjarnan það áhrifaríkasta. Lífið verður ekki planað til fullnustu, væntingar verða aldrei uppfylltar með því móti, sem maður bjóst við. Götutrúður getur t.d. opnað nýja vídd tilverunnar, sem breytir skoðun manns, jafnvel vinnu og lífi. Óplanað samtal getur haft dýpri og meiri áhrif en fræg kirkja, tónleikar í Hofi eða sýning í MoMa. Frí þarf að losa helsi og leiða til frelsis. Ætlar þú að vera eða gera í þínu fríi? Hvort ætlar þú að leyfa því að vera frá eða til?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun