Óvissa í efnahagsmálum beggja vegna Atlantshafs 20. júlí 2011 06:00 Skuldakreppan í Evrópu hefur dreifst til Ítalíu sem er langstærsta hagkerfið sem áhyggjur hafa vaknað af. Leiðtogar ESB-ríkjanna hittast síðar í vikunni til að reyna að leysa vandann. Mynd/AP Ótti hefur gripið um sig beggja vegna Atlantsála um að ný fjármálakreppa sé í aðsigi. Í Evrópu er skuldafarg að sliga nokkur ríki evrusvæðisins og björgunaraðgerðir hinna ESB-ríkjanna virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Í Bandaríkjunum er vandinn af öðrum toga en þar er komið upp pólitískt þrátefli sem gæti, ef allt fer á versta veg, valdið greiðslufalli bandaríska ríkisins. Nick Clegg, varaforsætisráðherra Bretlandi, hafði um helgina orð á hættunni sem virðist vera til staðar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann gífurlega áhyggjufullur vegna óvissunnar í Bandaríkjunum og skuldakreppunnar í Evrópu og bætti svo við að heimurinn gæti verið á barmi annarrar fjármálakreppu. Skuldakreppan í Evrópu hefur verið áberandi í fréttum síðustu misseri. Fyrst komu upp áhyggjur af getu Grikkja til að standa undir opinberum skuldum sínum, síðan Íra, þar á eftir Portúgala, svo aftur Grikkja og loks Ítala. Í hvert sinn hefur ESB brugðist við af of litlum krafti. Það að skuldakreppan hafi smitast til Ítalíu veldur mörkuðum þungum áhyggjum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins en opinberar skuldir í ríkinu eru þrefalt meiri en skuldir Grikkja, Íra og Portúgala til samans. Ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkisskuldabréf hefur hækkað með miklum hraða síðustu daga og er nú rétt tæplega 6 prósent. Hækki ávöxtunarkrafan mikið meira gæti skuldabyrði Ítala reynst of mikil og þá myndi greiðslufall blasa við. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir heimshagkerfið og jafnvel valdið því að evrusamstarfið liðaðist í sundur. Það er þó varla líklegt enn sem komið er. Ljóst er að erfiðar ákvarðanir bíða leiðtoga ESB-ríkjanna en þeim hefur reynst erfitt að velja hverjir skuli bera kostnað krísunnar; kröfuhafar í gegnum afskriftir skulda, skuldarar í gegnum umfangsmikinn niðurskurð ríkisútgjalda eða þá hinar ríkari þjóðir ESB í gegnum tilfærslur til vandræðaþjóðanna. Ætli lausnin liggi ekki í einhvers konar blöndu af öllu þrennu. Vandinn í Bandaríkjunum virðist vera auðveldari viðureignar því hann er í raun búinn til af stjórnmálamönnum því skuldir bandaríska ríkisins, þrátt fyrir að vera í hærra lagi, eru ekki svo háar að bráður vandi blasi við. Vandinn er sá að þingmenn repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins, neita að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins án þess að ríkisútgjöld verði skorin harkalega niður. Barack Obama forseti og þingmenn demókrata hafa lýst yfir vilja til að koma til móts við kröfur repúblikana en það hefur strandað á bjargfastri kröfu repúblikana um að engar breytingar megi gera á skattkerfinu, aðrar en þær að lækka skatta. Náist ekki samkomulag munu skuldir bandaríska ríkisins rekast á skuldaþakið 2. ágúst næstkomandi sem gæti haft afar alvarlegar afleiðingar í för með sér. Því verður þó eiginlega vart trúað að ekki náist samkomulag en skuldaþakið hefur alls 102 sinnum verið hækkað frá því að lög voru sett um slíkt þak árið 1917. [email protected] Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ótti hefur gripið um sig beggja vegna Atlantsála um að ný fjármálakreppa sé í aðsigi. Í Evrópu er skuldafarg að sliga nokkur ríki evrusvæðisins og björgunaraðgerðir hinna ESB-ríkjanna virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Í Bandaríkjunum er vandinn af öðrum toga en þar er komið upp pólitískt þrátefli sem gæti, ef allt fer á versta veg, valdið greiðslufalli bandaríska ríkisins. Nick Clegg, varaforsætisráðherra Bretlandi, hafði um helgina orð á hættunni sem virðist vera til staðar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann gífurlega áhyggjufullur vegna óvissunnar í Bandaríkjunum og skuldakreppunnar í Evrópu og bætti svo við að heimurinn gæti verið á barmi annarrar fjármálakreppu. Skuldakreppan í Evrópu hefur verið áberandi í fréttum síðustu misseri. Fyrst komu upp áhyggjur af getu Grikkja til að standa undir opinberum skuldum sínum, síðan Íra, þar á eftir Portúgala, svo aftur Grikkja og loks Ítala. Í hvert sinn hefur ESB brugðist við af of litlum krafti. Það að skuldakreppan hafi smitast til Ítalíu veldur mörkuðum þungum áhyggjum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins en opinberar skuldir í ríkinu eru þrefalt meiri en skuldir Grikkja, Íra og Portúgala til samans. Ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkisskuldabréf hefur hækkað með miklum hraða síðustu daga og er nú rétt tæplega 6 prósent. Hækki ávöxtunarkrafan mikið meira gæti skuldabyrði Ítala reynst of mikil og þá myndi greiðslufall blasa við. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir heimshagkerfið og jafnvel valdið því að evrusamstarfið liðaðist í sundur. Það er þó varla líklegt enn sem komið er. Ljóst er að erfiðar ákvarðanir bíða leiðtoga ESB-ríkjanna en þeim hefur reynst erfitt að velja hverjir skuli bera kostnað krísunnar; kröfuhafar í gegnum afskriftir skulda, skuldarar í gegnum umfangsmikinn niðurskurð ríkisútgjalda eða þá hinar ríkari þjóðir ESB í gegnum tilfærslur til vandræðaþjóðanna. Ætli lausnin liggi ekki í einhvers konar blöndu af öllu þrennu. Vandinn í Bandaríkjunum virðist vera auðveldari viðureignar því hann er í raun búinn til af stjórnmálamönnum því skuldir bandaríska ríkisins, þrátt fyrir að vera í hærra lagi, eru ekki svo háar að bráður vandi blasi við. Vandinn er sá að þingmenn repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins, neita að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins án þess að ríkisútgjöld verði skorin harkalega niður. Barack Obama forseti og þingmenn demókrata hafa lýst yfir vilja til að koma til móts við kröfur repúblikana en það hefur strandað á bjargfastri kröfu repúblikana um að engar breytingar megi gera á skattkerfinu, aðrar en þær að lækka skatta. Náist ekki samkomulag munu skuldir bandaríska ríkisins rekast á skuldaþakið 2. ágúst næstkomandi sem gæti haft afar alvarlegar afleiðingar í för með sér. Því verður þó eiginlega vart trúað að ekki náist samkomulag en skuldaþakið hefur alls 102 sinnum verið hækkað frá því að lög voru sett um slíkt þak árið 1917. [email protected]
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira