Ingimundur: Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2011 06:00 Ingimundur handsalar samninginn við Ólaf I. Arnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram. Fréttablaðið/Stefán Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana." Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana."
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira