Grunnstoðir - fyrir nemendur með lestrarerfiðleika 9. ágúst 2011 12:23 Anney segir að námsleiðirnar Aftur í nám og Grunnmenntaskólinn hafi verið vinsælar hvor í sínu lagi. Mímir símenntun býður upp á námsleiðina Grunnstoðir fyrir fólk sem ekki er með formlega grunnmenntun og stríðir við lestrarerfiðleika. Grunnstoðir verða nú kenndar í fyrsta skipti hjá Mími að sögn Anneyjar Þ. Þorvaldsdóttur, verkefnastjóra hjá Mími símenntun. „Grunnstoðir er námsleið sem samanstendur af tveimur öðrum námsleiðum sem steypt hefur verið saman í eina, það er Aftur í nám og Grunnmenntaskólann," segir Anney hjá Mími símenntun. Með samþættingunni fæst tækifæri til þess að bæta við þjálfun í notkun gagnlegra tölvuforrita, til dæmis Easy Tutor. Auk þess mun sami náms- og starfsráðgjafinn fylgja hópnum eftir og styðja frá upphafi til loka. Anney segir að nemendur fái einkatíma í lesblinduleiðréttingu hjá Davis-ráðgjafa. „Í framhaldinu hafa nemendurnir verið þjálfaðir í notkun aðferðarinnar við íslensku- og tölvunám," upplýsir Anney. „Í Grunnmenntaskóla er kennd íslenska, stærðfræði, enska og tölvur en einnig sjálfstyrking, námstækni, framsögn og ræðumennska. Þetta hefur ekki verið sérstaklega í boði fyrir lesblinda áður en við ákváðum að laga Grunnmenntaskólann að þeim hópi," segir Anney og bætir við að lesblindir nemendur geti með þessari nýjung spreytt sig í fjölbreyttari námsgreinum. Innt eftir því af hverju ákveðið hafi verið að fara af stað með Grunnstoðir segir Anney: „Það hefur komið fyrir að fólk með lesblindu sem kemur beint inn í Grunnmenntaskólann á erfitt uppdráttar og fer þá í Aftur í nám. Það er ekki alveg rétta röðin. Þarna fær það grunninn og getur svo haldið áfram og klárað Grunnmenntaskólann." Anney segir að margir þeirra sem farið hafa í Aftur í nám hafi verið með brotna skólagöngu að baki. „Margir hafa ekki farið í framhaldsskóla eða eru með slæma reynslu af námi," útskýrir Anney og tekur fram að Grunnstoðir snúist mikið til um að byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart námi. „Þetta snýst um að byggja einstaklinginn upp. Nám getur verið skemmtilegt og allir geta stundað nám." Aðspurð segir Anney að kennt verði alla morgna, frá mánudegi til föstudags. Grunnstoðir hefjast 30. september og standa fram í desember. Skráning stendur yfir. Sérblöð Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Mímir símenntun býður upp á námsleiðina Grunnstoðir fyrir fólk sem ekki er með formlega grunnmenntun og stríðir við lestrarerfiðleika. Grunnstoðir verða nú kenndar í fyrsta skipti hjá Mími að sögn Anneyjar Þ. Þorvaldsdóttur, verkefnastjóra hjá Mími símenntun. „Grunnstoðir er námsleið sem samanstendur af tveimur öðrum námsleiðum sem steypt hefur verið saman í eina, það er Aftur í nám og Grunnmenntaskólann," segir Anney hjá Mími símenntun. Með samþættingunni fæst tækifæri til þess að bæta við þjálfun í notkun gagnlegra tölvuforrita, til dæmis Easy Tutor. Auk þess mun sami náms- og starfsráðgjafinn fylgja hópnum eftir og styðja frá upphafi til loka. Anney segir að nemendur fái einkatíma í lesblinduleiðréttingu hjá Davis-ráðgjafa. „Í framhaldinu hafa nemendurnir verið þjálfaðir í notkun aðferðarinnar við íslensku- og tölvunám," upplýsir Anney. „Í Grunnmenntaskóla er kennd íslenska, stærðfræði, enska og tölvur en einnig sjálfstyrking, námstækni, framsögn og ræðumennska. Þetta hefur ekki verið sérstaklega í boði fyrir lesblinda áður en við ákváðum að laga Grunnmenntaskólann að þeim hópi," segir Anney og bætir við að lesblindir nemendur geti með þessari nýjung spreytt sig í fjölbreyttari námsgreinum. Innt eftir því af hverju ákveðið hafi verið að fara af stað með Grunnstoðir segir Anney: „Það hefur komið fyrir að fólk með lesblindu sem kemur beint inn í Grunnmenntaskólann á erfitt uppdráttar og fer þá í Aftur í nám. Það er ekki alveg rétta röðin. Þarna fær það grunninn og getur svo haldið áfram og klárað Grunnmenntaskólann." Anney segir að margir þeirra sem farið hafa í Aftur í nám hafi verið með brotna skólagöngu að baki. „Margir hafa ekki farið í framhaldsskóla eða eru með slæma reynslu af námi," útskýrir Anney og tekur fram að Grunnstoðir snúist mikið til um að byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart námi. „Þetta snýst um að byggja einstaklinginn upp. Nám getur verið skemmtilegt og allir geta stundað nám." Aðspurð segir Anney að kennt verði alla morgna, frá mánudegi til föstudags. Grunnstoðir hefjast 30. september og standa fram í desember. Skráning stendur yfir.
Sérblöð Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira