Ólafur Björn: Stefnan sett á sigur eins og ávallt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Ólafur Björn lék vel á Wyndham-mótinu í Bandaríkjunum í gær. Ólafur Björn Loftsson fór vel af stað á Wyndham PGA-mótinu í Norður-Karólínuríki í gær og lék á tveimur höggum undir pari. Var hann vel fyrir ofan miðjan hóp og á góðan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn ef hann heldur sig á sömu braut. Samtals lék hann á 68 höggum eða tveimur undir pari vallarins. og endaði í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Hann byrjaði reyndar ekki vel og fékk skramba á fyrstu holu. Það reyndist í eina skiptið sem hann lék holu á yfir pari. „Þetta var alvöru byrjun," sagði hann í léttum dúr. „Ætli ég hafi ekki verið örlítið stressaður og svo lenti ég þar að auki utan brautar þar sem ég var í þykkum karga. Þetta er þar að auki erfið hola og var pinninn til að mynda á erfiðum stað." Er með sterkar taugarHann segist ekki hafa svekkt sig á þessari byrjun. „Ég átti von á því að þetta yrði erfitt í dag en sem betur fer náði ég að halda dampi. Ég er með sterkar taugar og á ekki í erfiðleikum með að höndla pressuna sem fylgir því að leika á svona sterku móti. Ég hafði vissulega ekkert gaman af því að fá þessa erfiðu byrjun en það kom heldur ekkert annað til greina en að halda áfram að spila mitt golf." Það var einmitt það sem Ólafur Björn gerði. Hann fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann fékk svo annan fugl á seinni níu og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari. „Ég sló fullt af frábærum golfhöggum í dag og hitti flestar brautirnar – allar nema tvær. Ég kom mér líka í fuglafæri á flestum holum þar að auki og ég tel það vera mjög gott að vera á fjórum höggum undir pari á síðustu sautján holunum. Ég hefði jafnvel getað náð enn betri árangri ef fleiri pútt hefðu dottið ofan í hjá mér." Hann lék í holli með Ástralanum Cameron Percy og Billy Horschel frá Bandaríkjunum í gær og verður með þeim aftur í dag. Öllum gekk þeim vel í gær – Percy lék á tveimur undir og Horschel á þremur undir. „Þetta voru flottir gaurar og létt yfir okkur öllum. Mér leið virkilega vel úti á vellinum." Hugsar ekki um niðurskurðinnÍ dag fellur um helmingur kylfinganna úr leik en ekki er ólíklegt að Ólafur Björn þurfi að spila jafn vel í dag til að komast í gegnum hann. En því er hann ekki að velta fyrir sér nú. „Ég fer ekki í mót og hugsa um niðurskurðinn. Ég fer í öll mót til að vinna og það á einnig við nú. Ég mun aðeins hugsa um minn leik og að gera mitt besta. Ég mun hugsa um eitt högg í einu og svo kemur í ljós hverju það skilar. Það er full ástæða til að ætla að ég geti gert enn betur á morgun. Það eru engin takmörk fyrir því." Margir þekktir kylfingar keppa á mótinu og sumir spiluðu verr en Ólafur í gær. Til að mynda hinn skrautlegi John Daly og Írinn Padraig Harrington, sem báðir voru á höggi undir pari í gær. „Þetta er draumurinn og hérna vil ég vera. Ég mun gera allt sem ég get til að láta það rætast. Ég útskrifast úr skóla næsta vor og ætla mér að gerast atvinnumaður þá. Ég stefni að því að spila með þessum köppum reglulega þá." Ólafur Björn ræsir út klukkan 17.50 á íslenskum tíma í dag og spilar í sama holli og í dag. [email protected] Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson fór vel af stað á Wyndham PGA-mótinu í Norður-Karólínuríki í gær og lék á tveimur höggum undir pari. Var hann vel fyrir ofan miðjan hóp og á góðan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn ef hann heldur sig á sömu braut. Samtals lék hann á 68 höggum eða tveimur undir pari vallarins. og endaði í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Hann byrjaði reyndar ekki vel og fékk skramba á fyrstu holu. Það reyndist í eina skiptið sem hann lék holu á yfir pari. „Þetta var alvöru byrjun," sagði hann í léttum dúr. „Ætli ég hafi ekki verið örlítið stressaður og svo lenti ég þar að auki utan brautar þar sem ég var í þykkum karga. Þetta er þar að auki erfið hola og var pinninn til að mynda á erfiðum stað." Er með sterkar taugarHann segist ekki hafa svekkt sig á þessari byrjun. „Ég átti von á því að þetta yrði erfitt í dag en sem betur fer náði ég að halda dampi. Ég er með sterkar taugar og á ekki í erfiðleikum með að höndla pressuna sem fylgir því að leika á svona sterku móti. Ég hafði vissulega ekkert gaman af því að fá þessa erfiðu byrjun en það kom heldur ekkert annað til greina en að halda áfram að spila mitt golf." Það var einmitt það sem Ólafur Björn gerði. Hann fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann fékk svo annan fugl á seinni níu og skilaði sér í hús á tveimur höggum undir pari. „Ég sló fullt af frábærum golfhöggum í dag og hitti flestar brautirnar – allar nema tvær. Ég kom mér líka í fuglafæri á flestum holum þar að auki og ég tel það vera mjög gott að vera á fjórum höggum undir pari á síðustu sautján holunum. Ég hefði jafnvel getað náð enn betri árangri ef fleiri pútt hefðu dottið ofan í hjá mér." Hann lék í holli með Ástralanum Cameron Percy og Billy Horschel frá Bandaríkjunum í gær og verður með þeim aftur í dag. Öllum gekk þeim vel í gær – Percy lék á tveimur undir og Horschel á þremur undir. „Þetta voru flottir gaurar og létt yfir okkur öllum. Mér leið virkilega vel úti á vellinum." Hugsar ekki um niðurskurðinnÍ dag fellur um helmingur kylfinganna úr leik en ekki er ólíklegt að Ólafur Björn þurfi að spila jafn vel í dag til að komast í gegnum hann. En því er hann ekki að velta fyrir sér nú. „Ég fer ekki í mót og hugsa um niðurskurðinn. Ég fer í öll mót til að vinna og það á einnig við nú. Ég mun aðeins hugsa um minn leik og að gera mitt besta. Ég mun hugsa um eitt högg í einu og svo kemur í ljós hverju það skilar. Það er full ástæða til að ætla að ég geti gert enn betur á morgun. Það eru engin takmörk fyrir því." Margir þekktir kylfingar keppa á mótinu og sumir spiluðu verr en Ólafur í gær. Til að mynda hinn skrautlegi John Daly og Írinn Padraig Harrington, sem báðir voru á höggi undir pari í gær. „Þetta er draumurinn og hérna vil ég vera. Ég mun gera allt sem ég get til að láta það rætast. Ég útskrifast úr skóla næsta vor og ætla mér að gerast atvinnumaður þá. Ég stefni að því að spila með þessum köppum reglulega þá." Ólafur Björn ræsir út klukkan 17.50 á íslenskum tíma í dag og spilar í sama holli og í dag. [email protected]
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira