Hugsanavilla Hagsmunasamtakanna 23. ágúst 2011 04:15 Þórólfur Matthíasson Þórólfur Matthíasson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vísar athugasemdum Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, á bug. Andrea gerði um helgina athugasemdir við gagnrýni Þórólfs á útreikninga samtakanna. „Mér fannst undarlegt að sjá vitnað til tveggja manna tals okkar á opinberum vettvangi,“ segir Þórólfur og bætir við: „Samtal mitt við Andreu staðfesti reyndar vissu mína um í hverju er fólgin sú hugsanavilla sem liggur að baki nýjustu herferð Hagsmunasamtaka heimilanna. Villan felst í því að beitt er samlagningu þar sem margföldun á við.“ Þórólfur segist ekki munu fela Andreu Ólafsdóttir að vera blaðafulltrúi sinn og segir Andreu draga rangar ályktanir af spjalli þeirra. „Vera má að Andrea Ólafsdóttir telji að rangt sé rétt og rétt rangt. Aðrir verða að fá að vera frjálsir að því að telja rétt rétt og rangt rangt,“ segir Þórólfur. Hagsmunasamtök heimilanna sendu nýverið kvörtun til umboðsmanns Alþingis varðandi reikninga fjármálastofnana á verðtryggingu lána. Samtökin telja vafa leika á því hvort lagastoð sé fyrir viðtekinni reikningsaðferð. Lögfræðilegri greinargerð frá samtökunum fylgir dæmi þar sem borin eru saman tvö lán, annað með verðtryggðum höfuðstól og hitt með verðtryggðum greiðslum. Er komist að þeirri niðurstöðu að hagstæðara sé fyrir lántakendur að greiðslur séu verðtryggðar í stað höfuðstóls. Þórólfur segir það hins vegar ekki vera rétt, lánaform eigi ekki að hafa áhrif á heildarverðmæti lánaafborgana. - mþl Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vísar athugasemdum Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, á bug. Andrea gerði um helgina athugasemdir við gagnrýni Þórólfs á útreikninga samtakanna. „Mér fannst undarlegt að sjá vitnað til tveggja manna tals okkar á opinberum vettvangi,“ segir Þórólfur og bætir við: „Samtal mitt við Andreu staðfesti reyndar vissu mína um í hverju er fólgin sú hugsanavilla sem liggur að baki nýjustu herferð Hagsmunasamtaka heimilanna. Villan felst í því að beitt er samlagningu þar sem margföldun á við.“ Þórólfur segist ekki munu fela Andreu Ólafsdóttir að vera blaðafulltrúi sinn og segir Andreu draga rangar ályktanir af spjalli þeirra. „Vera má að Andrea Ólafsdóttir telji að rangt sé rétt og rétt rangt. Aðrir verða að fá að vera frjálsir að því að telja rétt rétt og rangt rangt,“ segir Þórólfur. Hagsmunasamtök heimilanna sendu nýverið kvörtun til umboðsmanns Alþingis varðandi reikninga fjármálastofnana á verðtryggingu lána. Samtökin telja vafa leika á því hvort lagastoð sé fyrir viðtekinni reikningsaðferð. Lögfræðilegri greinargerð frá samtökunum fylgir dæmi þar sem borin eru saman tvö lán, annað með verðtryggðum höfuðstól og hitt með verðtryggðum greiðslum. Er komist að þeirri niðurstöðu að hagstæðara sé fyrir lántakendur að greiðslur séu verðtryggðar í stað höfuðstóls. Þórólfur segir það hins vegar ekki vera rétt, lánaform eigi ekki að hafa áhrif á heildarverðmæti lánaafborgana. - mþl
Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira