Ingalls-krakki á nýrri braut 25. ágúst 2011 18:00 á uppleið Þrátt fyrir að hafa verið lengi að í Hollywood má kannski segja að ferill Jasons Bateman stefni upp um þessar mundir. Hann leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Change-Up. Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. [email protected] Golden Globes Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira
Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. [email protected]
Golden Globes Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira