Manchester og Hafnarfjörður Trausti Júlíusson skrifar 27. ágúst 2011 11:00 Ruddinn - I Need A Vacation. Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira