Litríkur hljóðheimur Beirut 1. september 2011 13:00 Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkanskaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar. Beirut er hugarfóstur hins 25 ára Zachary Francis Condon. Tónlist sveitarinnar hefur alla tíð verið undir áhrifum frá tónlist Balkanskagans, Mexíkó og Frakklands þar sem harmonikka, fiðla, ukulele og hin ýmsu blásturshljóðfæri eru notuð til að búa til heillandi hrærigraut sem tónlistarspekúlantar hafa yfirhöfuð tekið opnum örum. Zach Condon fæddist í Santa Fe í Nýju Mexíkó árið 1986. Hann ólst upp í Virginíu en flutti aftur á heimaslóðir og spilaði þar á trompet í djassbandi á unglingsárum sínum. Eftir að hafa hætt í skóla ferðaðist hann til Evrópu og kynntist þar Balkantónlistinni og var Goran Bregovic á meðal áhrifavalda. Condon fékk í framhaldinu mikinn áhuga á heimstónlist og smám saman varð litríkur hljóðheimur Beirut til. Fyrstu plötuna, Gulag Orkestar, tók Condon að mestu upp í svefnherbergi sínu en fékk síðan hjálp til að klára hana frá náungum sem gengu síðar til liðs við Beirut. Condon samdi við útgáfufyrir-tækið Ba Da Bing! og platan kom út árið 2006 við góðar viðtökur gagnrýnenda. Í framhaldinu spilaði Beirut á sínum fyrstu tónleikum í New York og boltinn var farinn að rúlla. Næsta plata, The Flying Club Cup, var undir áhrifum frá franskri tónlist með Serge Gainsbourg fremstan í flokki. Owen Pallett úr Arcade Fire annaðist strengjaútsetningar á plötunni, sem var að hluta til tekin upp í hljóðveri Arcade Fire í Kanada. Gagnrýnendur héldu áfram að hampa Beirut og sú hefur einnig orðið raunin með nýju plötuna sem var gefin út hjá útgáfu Condons, Pompeii Records. Til að mynda gefa bresku tónlistartímaritin Mojo, Q og Uncut henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. The Rip Tide þykir vera nokkuð frábrugðin fyrri verkum Beirut og öllu aðgengilegri. Mexíkósku og evrópsku áhrifin eru að sjálfsögðu enn til staðar en útsetningarnar eru smærri í sniðum en áður og platan sjálf er aðeins 33 mínútna löng, með níu fagurlega smíðuðum lögum. Hér fyrir ofan má sjá hljómsveitina flytja smáskífulagið East Berlin á tónleikum. [email protected] Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkanskaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar. Beirut er hugarfóstur hins 25 ára Zachary Francis Condon. Tónlist sveitarinnar hefur alla tíð verið undir áhrifum frá tónlist Balkanskagans, Mexíkó og Frakklands þar sem harmonikka, fiðla, ukulele og hin ýmsu blásturshljóðfæri eru notuð til að búa til heillandi hrærigraut sem tónlistarspekúlantar hafa yfirhöfuð tekið opnum örum. Zach Condon fæddist í Santa Fe í Nýju Mexíkó árið 1986. Hann ólst upp í Virginíu en flutti aftur á heimaslóðir og spilaði þar á trompet í djassbandi á unglingsárum sínum. Eftir að hafa hætt í skóla ferðaðist hann til Evrópu og kynntist þar Balkantónlistinni og var Goran Bregovic á meðal áhrifavalda. Condon fékk í framhaldinu mikinn áhuga á heimstónlist og smám saman varð litríkur hljóðheimur Beirut til. Fyrstu plötuna, Gulag Orkestar, tók Condon að mestu upp í svefnherbergi sínu en fékk síðan hjálp til að klára hana frá náungum sem gengu síðar til liðs við Beirut. Condon samdi við útgáfufyrir-tækið Ba Da Bing! og platan kom út árið 2006 við góðar viðtökur gagnrýnenda. Í framhaldinu spilaði Beirut á sínum fyrstu tónleikum í New York og boltinn var farinn að rúlla. Næsta plata, The Flying Club Cup, var undir áhrifum frá franskri tónlist með Serge Gainsbourg fremstan í flokki. Owen Pallett úr Arcade Fire annaðist strengjaútsetningar á plötunni, sem var að hluta til tekin upp í hljóðveri Arcade Fire í Kanada. Gagnrýnendur héldu áfram að hampa Beirut og sú hefur einnig orðið raunin með nýju plötuna sem var gefin út hjá útgáfu Condons, Pompeii Records. Til að mynda gefa bresku tónlistartímaritin Mojo, Q og Uncut henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. The Rip Tide þykir vera nokkuð frábrugðin fyrri verkum Beirut og öllu aðgengilegri. Mexíkósku og evrópsku áhrifin eru að sjálfsögðu enn til staðar en útsetningarnar eru smærri í sniðum en áður og platan sjálf er aðeins 33 mínútna löng, með níu fagurlega smíðuðum lögum. Hér fyrir ofan má sjá hljómsveitina flytja smáskífulagið East Berlin á tónleikum. [email protected]
Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira