Ásgeir bíður spenntur eftir Jim Carrey 2. september 2011 16:00 hlýlegra um að litast Ásgeir Kolbeinsson á skemmti- og veitingastaðnum Austur eftir endurbæturnar sem hafa staðið yfir að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm „Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
„Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira