Mynduðu sterka þrenningu 2. september 2011 10:00 sterk þrenning Hilmar Guðjónsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson mynduðu sterka þrenningu við tökurnar. fréttablaðið/gva Kvikmyndin Á annan veg í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar er komin í bíó. Myndin var tekin upp á aðeins sextán dögum og fóru upptökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. „Ég er mjög stoltur að eiga þátt í þessu verkefni. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari. Hann fer með aðalhlutverkið á móti Hilmari Guðjónssyni í kvikmyndinni Á annan veg sem fer í almennar sýningar í kvöld. Auk þeirra fer Þorsteinn Bachmann með stórt hlutverk. Á annan veg er lágstemmd kómedía sem segir frá tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar sem stunda tilbreytingasnauða vinnu á afskekktum fjallvegum á níunda áratugnum. Myndin, sem var að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu, er sú fyrsta sem leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sendir frá sér. Hún er einnig fyrsta mynd Sveins og Hilmars í aðalhlutverkum. Á annan veg var tekin upp á mettíma, eða sextán dögum, og fóru tökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúar Patreksfjarðar veittu tökuliðinu góða aðstoð á meðan það bjó í bænum. „Það fylgdi þessu gott karma frá fyrsta degi. Við vorum mjög sterk þrenning, ég, Haddi [Hafsteinn Gunnar] og Himmi [Hilmar Guðjónsson]. Þetta verkefni hafði einhvern veginn meðbyr alveg frá byrjun,“ segir Sveinn Ólafur. „Haddi talaði um það í byrjun þegar við komum á Patró að þar væri valinn maður í hverju rúmi og það reyndist vera raunin.“ Sveinn hafði gaman af því að vinna með Hilmari. „Það skapaðist sérstakur vinskapur með okkur. Ég vissi af honum en við þekktumst ekkert. Núna erum við miklir og góðir vinir.“ Spurður hvort stemning í anda kvikmyndarinnar Brokeback Mountain hafi verið uppi á heiði við tökurnar hlær hann. „Þetta er kannski frekar rannsókn á karlmennsku en þessi mynd fer samt ekki í sömu átt. Þetta er kannski á einhvern hátt okkar kúreki, þessi vegavinnumaður, en ekki samkynhneigði kúrekinn.“ Hilmar segir að það hafi verið gjörsamlega æðislegt að leika í myndinni. Hann kveðst aldrei hafa haft neinar áhyggjur meðan á gerð hennar stóð. „Maður gleymdi sér bara í verkefninu, það var svo gaman að vinna það.“ Samstarf hans og Sveins Ólafs gekk einnig mjög vel að hans mati. „Þetta var byrjunin á mjög góðri vináttu.“ Á annan veg hefur verið tilnefnd til verðlauna á hinni virtu kvikmyndahátíð San Sebastian fyrir bestu frumraun leikstjóra. Hátíðin verður haldin á Spáni dagana 16. til 24. september. [email protected] Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Kvikmyndin Á annan veg í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar er komin í bíó. Myndin var tekin upp á aðeins sextán dögum og fóru upptökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. „Ég er mjög stoltur að eiga þátt í þessu verkefni. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari. Hann fer með aðalhlutverkið á móti Hilmari Guðjónssyni í kvikmyndinni Á annan veg sem fer í almennar sýningar í kvöld. Auk þeirra fer Þorsteinn Bachmann með stórt hlutverk. Á annan veg er lágstemmd kómedía sem segir frá tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar sem stunda tilbreytingasnauða vinnu á afskekktum fjallvegum á níunda áratugnum. Myndin, sem var að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu, er sú fyrsta sem leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sendir frá sér. Hún er einnig fyrsta mynd Sveins og Hilmars í aðalhlutverkum. Á annan veg var tekin upp á mettíma, eða sextán dögum, og fóru tökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúar Patreksfjarðar veittu tökuliðinu góða aðstoð á meðan það bjó í bænum. „Það fylgdi þessu gott karma frá fyrsta degi. Við vorum mjög sterk þrenning, ég, Haddi [Hafsteinn Gunnar] og Himmi [Hilmar Guðjónsson]. Þetta verkefni hafði einhvern veginn meðbyr alveg frá byrjun,“ segir Sveinn Ólafur. „Haddi talaði um það í byrjun þegar við komum á Patró að þar væri valinn maður í hverju rúmi og það reyndist vera raunin.“ Sveinn hafði gaman af því að vinna með Hilmari. „Það skapaðist sérstakur vinskapur með okkur. Ég vissi af honum en við þekktumst ekkert. Núna erum við miklir og góðir vinir.“ Spurður hvort stemning í anda kvikmyndarinnar Brokeback Mountain hafi verið uppi á heiði við tökurnar hlær hann. „Þetta er kannski frekar rannsókn á karlmennsku en þessi mynd fer samt ekki í sömu átt. Þetta er kannski á einhvern hátt okkar kúreki, þessi vegavinnumaður, en ekki samkynhneigði kúrekinn.“ Hilmar segir að það hafi verið gjörsamlega æðislegt að leika í myndinni. Hann kveðst aldrei hafa haft neinar áhyggjur meðan á gerð hennar stóð. „Maður gleymdi sér bara í verkefninu, það var svo gaman að vinna það.“ Samstarf hans og Sveins Ólafs gekk einnig mjög vel að hans mati. „Þetta var byrjunin á mjög góðri vináttu.“ Á annan veg hefur verið tilnefnd til verðlauna á hinni virtu kvikmyndahátíð San Sebastian fyrir bestu frumraun leikstjóra. Hátíðin verður haldin á Spáni dagana 16. til 24. september. [email protected]
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira