Landsbankaleiðin var skynsamleg leið 8. september 2011 06:00 Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar