Kína og heimurinn Jón Ormur Halldórsson skrifar 6. október 2011 06:00 Við lifum kaflaskil í sögu mannkyns. Síðustu fimm hundruð árin hafa einkennst af víðtæku forræði Vesturlanda í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Nú hefur aldalöng þróun snúist við og það fjarar ört undan sérstakri stöðu Vesturlanda í heiminum. Menn hafa helst komið auga á þetta í tengslum við aukið mikilvægi Kína í efnahagslífi jarðarinnar. Það er þó aðeins einn hluti málsins. En lítum til hans. SterkaraKínverska hagkerfið er í senn sterkara og veikara en algengar sögur af því gefa til kynna. Það er sterkara í þeim skilningi að umfang þess og áhrif eru meiri en flestum virðist ljóst. Kína verður brátt stærsta hagkerfi heimsins. Það vex í hverri einustu viku um sem nemur öllu íslenska hagkerfinu. Umfangið og vöxturinn sjást t.d á því að Kínverjar nota álíka mikið af steypu og allir aðrir jarðarbúar til samans. Svipaða sögu má segja um málma eins og kopar og stál sem skýrir sókn Kína í námur sem nú eru helst á vegum fárra vestrænna fyrirtækja. Óshólmar Perlufljóts og borgirnar niður með Yangtze mynda þungamiðju heimsframleiðslu í hverri iðngreininni af annarri. Afgangur af viðskiptum við umheiminn er slíkur að varasjóðir landsins eru yfir þrjú þúsund milljarðar dollara. Sett í samhengi við jarðakaup á Íslandi, þá er þetta nóg til að kaupa allt ræktað land tveggja af stærstu löndum heimsins, Bandaríkjanna og Kanada. Í ár vex kínverska hagkerfið um sem nemur samanlögðum hagkerfum Portúgals og Grikklands. Þetta mun halda áfram. Hinar 650 milljónir borgarbúa í Kína hafa tengst hagkerfi heimsins. Til sveita bíða 700 milljónir. VeikaraEn Kínverjar eru ekki að kaupa heiminn. Erlendar fjárfestingar þeirra eru fremur litlar og oftast tengdar markmiðum um samkeppnishæfni iðnaðar heima fyrir. Tvær staðreyndir um kínversk fyrirtæki segja nokkra sögu. Önnur er að þótt heimili manna séu full af varningi frá Kína eru kínversk vörumerki óþekkt. Heimurinn hefur flutt framleiðslu til Kína en mest af hagnaði í viðskiptum verður ekki til í framleiðslu heldur á sitt hvorum enda langrar keðju frá hugmynd og hönnun til neytenda. Annað er óljóst eignarhald á fyrirtækjum í Kína. Oft er um að ræða samsuðu ríkisstofnana, borgarstjórna, kommúnistaflokksins, forstjóra og einkaaðila. Menn þurfa ekki að vita mikið um viðskipti til að sjá hættur í þessu. Eitt er að peningum er dælt úr bönkum í verkefni sem njóta stuðnings pólitískra aðila en gagnast einkaaðilum sem eru þó ábyrgðarlausir. Risið hafa borgarhverfi og jafnvel borgir þar sem enginn maður býr og stór landflæmi eru þakin af dauðadæmdum verksmiðjum. Spilling í landinu er slík að hún grefur ekki aðeins undan valdi og getu stjórnvalda heldur stendur hún þróun hagkerfisins sífellt meira fyrir þrifum. FlóknaraUmræða um Kína er oft í fjötrum hugtaka eins og einræðis, flokksveldis og kommúnisma. Gallinn við þessi hugtök er sá að þau skýra ekki vel það sem gerist í landinu þessi árin. Stjórnmál í Kína eru óraflókin barátta á milli ólíkra hagsmuna, hugmynda og hópa innan stjórnkerfis sem er eitt hið flóknasta á jörðinni. Stærðin er ein skýring. Það væru fleiri þingmenn í Kína en kjósendur á Íslandi ef sama hlutfall væri á milli þings og þjóðar þar og hér. Kínverskir ráðherrar væru þá vel yfir fjörutíu þúsund talsins. Tölurnar eru eins og grín en setja umfang Kína í samhengi. Tal um flokk og stjórnvöld í Kína eins og samstæðar heildir eða einfalda gerendur sem fylgjast með öllu kviku og eiga nákvæmar áætlanir um framtíðina er oft fjarri veruleikanum. Þetta leiðir til misskilnings á kínverskum innanlandsmálum og á samskiptum kínverskra aðila við umheiminn. Hið nýríka, risastóra, lokaða og torskilda Kína er frjór jarðvegur fyrir samsæriskenningar sem lýsa þó sjaldnast veruleika. Hættur af stórveldiTvær hættur sjást hins vegar af uppgangi Kína. Önnur snýr að pólitísku forræði í Asíu frá Persaflóa til Kyrrahafs. Kína hefur sýnt mikla gætni í utanríkismálum. Nálæg ríki hafa notið uppgangsins og vaxið ört. En nú má greina hættumerki. Stefna Kína gagnvart öðrum Asíuríkjum hefur harðnað. Ríki fá sífellt skýrari skilaboð um að velja á milli Kína og Bandaríkjanna. Tæknin sem herinn þróar nú helst segir líka óþægilega sögu. Þetta er eitt upphaf að komandi kerfisbreytingum í alþjóðamálum. Hin hættan er af áhrifum vaxtar í Kína á lífríki jarðar. Landið notar nú meiri orku en Bandaríkin og mengar lífkerfi heimsins meira en öll Evrópa. Neysla Vesturlanda er ekki lengur stærsta áhyggjuefnið í umhverfismálum, vöxtur Asíu hefur tekið þar við, Indlands ekki síður en Kína. Stærra en KínaKína mun glíma við risavaxinn vanda í stjórnmálum og hagstjórn á næstu árum. Þau vandræði verða á meðal stærstu heimsfrétta þótt ekki sé illa spáð um niðurstöður. Kína verður mikilvægasta ríki heimsins á þessari öld en það er þó aðeins hluti þeirra kaflaskila í sögunni sem nefnd voru hér í upphafi því fleiri lönd utan okkar heimshluta eflast nú mjög að völdum og áhrifum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðakaup útlendinga Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Við lifum kaflaskil í sögu mannkyns. Síðustu fimm hundruð árin hafa einkennst af víðtæku forræði Vesturlanda í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Nú hefur aldalöng þróun snúist við og það fjarar ört undan sérstakri stöðu Vesturlanda í heiminum. Menn hafa helst komið auga á þetta í tengslum við aukið mikilvægi Kína í efnahagslífi jarðarinnar. Það er þó aðeins einn hluti málsins. En lítum til hans. SterkaraKínverska hagkerfið er í senn sterkara og veikara en algengar sögur af því gefa til kynna. Það er sterkara í þeim skilningi að umfang þess og áhrif eru meiri en flestum virðist ljóst. Kína verður brátt stærsta hagkerfi heimsins. Það vex í hverri einustu viku um sem nemur öllu íslenska hagkerfinu. Umfangið og vöxturinn sjást t.d á því að Kínverjar nota álíka mikið af steypu og allir aðrir jarðarbúar til samans. Svipaða sögu má segja um málma eins og kopar og stál sem skýrir sókn Kína í námur sem nú eru helst á vegum fárra vestrænna fyrirtækja. Óshólmar Perlufljóts og borgirnar niður með Yangtze mynda þungamiðju heimsframleiðslu í hverri iðngreininni af annarri. Afgangur af viðskiptum við umheiminn er slíkur að varasjóðir landsins eru yfir þrjú þúsund milljarðar dollara. Sett í samhengi við jarðakaup á Íslandi, þá er þetta nóg til að kaupa allt ræktað land tveggja af stærstu löndum heimsins, Bandaríkjanna og Kanada. Í ár vex kínverska hagkerfið um sem nemur samanlögðum hagkerfum Portúgals og Grikklands. Þetta mun halda áfram. Hinar 650 milljónir borgarbúa í Kína hafa tengst hagkerfi heimsins. Til sveita bíða 700 milljónir. VeikaraEn Kínverjar eru ekki að kaupa heiminn. Erlendar fjárfestingar þeirra eru fremur litlar og oftast tengdar markmiðum um samkeppnishæfni iðnaðar heima fyrir. Tvær staðreyndir um kínversk fyrirtæki segja nokkra sögu. Önnur er að þótt heimili manna séu full af varningi frá Kína eru kínversk vörumerki óþekkt. Heimurinn hefur flutt framleiðslu til Kína en mest af hagnaði í viðskiptum verður ekki til í framleiðslu heldur á sitt hvorum enda langrar keðju frá hugmynd og hönnun til neytenda. Annað er óljóst eignarhald á fyrirtækjum í Kína. Oft er um að ræða samsuðu ríkisstofnana, borgarstjórna, kommúnistaflokksins, forstjóra og einkaaðila. Menn þurfa ekki að vita mikið um viðskipti til að sjá hættur í þessu. Eitt er að peningum er dælt úr bönkum í verkefni sem njóta stuðnings pólitískra aðila en gagnast einkaaðilum sem eru þó ábyrgðarlausir. Risið hafa borgarhverfi og jafnvel borgir þar sem enginn maður býr og stór landflæmi eru þakin af dauðadæmdum verksmiðjum. Spilling í landinu er slík að hún grefur ekki aðeins undan valdi og getu stjórnvalda heldur stendur hún þróun hagkerfisins sífellt meira fyrir þrifum. FlóknaraUmræða um Kína er oft í fjötrum hugtaka eins og einræðis, flokksveldis og kommúnisma. Gallinn við þessi hugtök er sá að þau skýra ekki vel það sem gerist í landinu þessi árin. Stjórnmál í Kína eru óraflókin barátta á milli ólíkra hagsmuna, hugmynda og hópa innan stjórnkerfis sem er eitt hið flóknasta á jörðinni. Stærðin er ein skýring. Það væru fleiri þingmenn í Kína en kjósendur á Íslandi ef sama hlutfall væri á milli þings og þjóðar þar og hér. Kínverskir ráðherrar væru þá vel yfir fjörutíu þúsund talsins. Tölurnar eru eins og grín en setja umfang Kína í samhengi. Tal um flokk og stjórnvöld í Kína eins og samstæðar heildir eða einfalda gerendur sem fylgjast með öllu kviku og eiga nákvæmar áætlanir um framtíðina er oft fjarri veruleikanum. Þetta leiðir til misskilnings á kínverskum innanlandsmálum og á samskiptum kínverskra aðila við umheiminn. Hið nýríka, risastóra, lokaða og torskilda Kína er frjór jarðvegur fyrir samsæriskenningar sem lýsa þó sjaldnast veruleika. Hættur af stórveldiTvær hættur sjást hins vegar af uppgangi Kína. Önnur snýr að pólitísku forræði í Asíu frá Persaflóa til Kyrrahafs. Kína hefur sýnt mikla gætni í utanríkismálum. Nálæg ríki hafa notið uppgangsins og vaxið ört. En nú má greina hættumerki. Stefna Kína gagnvart öðrum Asíuríkjum hefur harðnað. Ríki fá sífellt skýrari skilaboð um að velja á milli Kína og Bandaríkjanna. Tæknin sem herinn þróar nú helst segir líka óþægilega sögu. Þetta er eitt upphaf að komandi kerfisbreytingum í alþjóðamálum. Hin hættan er af áhrifum vaxtar í Kína á lífríki jarðar. Landið notar nú meiri orku en Bandaríkin og mengar lífkerfi heimsins meira en öll Evrópa. Neysla Vesturlanda er ekki lengur stærsta áhyggjuefnið í umhverfismálum, vöxtur Asíu hefur tekið þar við, Indlands ekki síður en Kína. Stærra en KínaKína mun glíma við risavaxinn vanda í stjórnmálum og hagstjórn á næstu árum. Þau vandræði verða á meðal stærstu heimsfrétta þótt ekki sé illa spáð um niðurstöður. Kína verður mikilvægasta ríki heimsins á þessari öld en það er þó aðeins hluti þeirra kaflaskila í sögunni sem nefnd voru hér í upphafi því fleiri lönd utan okkar heimshluta eflast nú mjög að völdum og áhrifum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun