Vandtaldir keppir í sláturtíðinni Þórólfur Matthíasson skrifar 8. október 2011 00:01 Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar