Beðið í 20 ár eftir Íslandi 11. október 2011 14:00 hlakkar til John Grant hlakkar mikið til að koma til Íslands og kynnast því sem náttúran hefur upp á að bjóða. Mynd/Samuel kirszenbaum John Grant spilar á Airwaves-hátíðinni á laugardaginn. Hann hefur beðið hálfa ævi eftir því að koma til Íslands og ætlar að dvelja hér í fimm daga. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves um helgina. Þrátt fyrir að eiga ekki að spila fyrr en á laugardaginn ætlar að hann fljúga hingað í dag enda segist hann hafa beðið eftir því hálfa ævi að koma til Íslands. „Mig langar að keyra eitthvað upp í sveit, út í óbyggðirnar. Ég heyrði íslenska tónlist fyrst á níunda áratugnum, þegar Sykurmolarnir urðu vinsælir. Síðan bjó ég í Þýskalandi í sex ár. Á fyrstu önninni sem ég var þar, árið 1988, átti ég vin sem fór til Íslands. Hann sýndi mér myndir sem hann hafði tekið þar og mér fannst það fallegustu myndir sem ég hafði á ævinni séð. Þannig að mig hefur langað að fara til Íslands í tvo áratugi og ég er virkilega, virkilega spenntur,“ segir Grant í viðtali við Fréttablaðið. Undirbýr nýja plötuHann hefur verið á stífu tónleikaferðalagi um heiminn undanfarið til að kynna fyrstu sólóplötu sína, Queen of Denmark, sem var af mörgum talin ein sú besta á síðasta ári. Þar á meðal var hún valin plata ársins í breska tímaritinu Mojo. Á plötunni sveimaði barítónrödd Grants yfir fallegum melódíum undir áhrifum frá bandarískri þjóðlagatónlist áttunda áratugarins. „Ég er búinn að vera í fríi síðustu þrjár vikur. Ég var í koti á Suðvestur-Englandi að semja lög á næstu plötu sem var mjög huggulegt. Ég verð á tónleikaferð í október og nóvember en eftir það ætla ég að hitta fjölskylduna mína. Ég hef ekki hitt hana í eitt og hálft ár og verð með henni á þakkargjörðarhátíðinni. Vonandi byrja ég síðan að taka upp næstu plötu í janúar í Texas.“ Bandaríska hljómsveitin Midlake spilar undir á plötunni eins og á þeirri síðustu. Aðspurður telur hann að nýi gripurinn verði örlítið myrkari en Queen of Denmark og líst vel á það efni sem komið er í sarpinn. Einum of tilfinningaríkurQueen of Denmark var afar persónuleg plata þar sem Grant gerði upp fortíðina og söng um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn, misheppnuð ástarsambönd og um það hvernig hann tókst á við samkynhneigð sína. Þar hjálpaði það honum ekki að vera alinn upp hjá trúaðri fjölskyldu í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. „Það erfiðasta við að semja svona plötu er að þurfa að hugsa um hlutina sem þú hefur gengið í gegnum og færa þá út í dagsljósið. Ég er mjög ástríðufullur varðandi allt sem ég geri, hvort sem það er að borða skál af morgunkorni, kynnast einhverri manneskju eða læra tungumál. Ég er frekar tilfinningarík persóna, meira en ég vildi helst vera. Stundum er ég öfundsjúkur út í menn sem eru mjög afslappaðir og sýna ekki tilfinningar sínar. Stundum vildi ég að ég væri þannig en svoleiðis er ég bara ekki,“ segir hann. „Það er mikilvægt að stjórna tilfinningunum en líka að geta sleppt þeim lausum. Þetta er eins og í reiptogi. Ég held að ég gæti ekki skapað þessa tónlist ef ég væri eitthvað öðruvísi en ég er þannig að ég er búinn að sætta mig við þennan hluta af sjálfum mér.“ Rússneskumælandi poppariGrant ákvað að taka upp sína fyrstu sólóplötu eftir að vinir hans í Midlake höfðu gengið á eftir honum lengi. Áður hafði Grant verið forsprakki sveitarinnar The Czars sem náði ekki að slá í gegn. „Ég var hræddur við að taka þessa áhættu. Ég hafði mínar efasemdir um tónlistarbransann og hugsaði með mér að kannski hentaði hann mér ekki. Ég hugsaði að mér hefði ekki gengið vel í tónlistinni vegna þess að ég væri ekki nógu góður og að ég væri kannski orðinn of gamall. Ég átti ekki neitt, ekki hús, bíl eða sparifé og var ekki heilsuhraustur. Ég bjó í New York þar sem ég var búinn að festa rætur,“ segir Grant, sem starfaði á veitingastað og var að læra að verða túlkur fyrir rússneskt fólk á sjúkrahúsum. „Mér leið vel þar en að sama skapi fannst mér ég ekki hafa efni á því að missa af þessu tækifæri.“ Fílar Sykurmolana og Gus GusGrant segist í æsku hafa hlustað á alls konar tónlist. Sykurmolarnir og platan Life"s Too Good kom sterk inn á unglingsárunum. „Það var mjög mikilvæg plata í þróun minni sem tónlistarmaður,“ segir hann. Sem barn hlustaði hann mikið á ABBA á meðan foreldrar hans spiluðu The Carpenters, John Denver og Oliviu Newton-John og bræður hans voru miklir aðdáendur Kiss. Seint á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda hreifst hann upp úr skónum af gítarrokki Pixies og The Breeders og á tíunda áratugnum kynntist hann Gus Gus. „Það er ein uppáhalds hljómsveitin mín. Allt sem þeir gera er æðislegt,“ segir hann og er einnig hrifinn af Björk: „Fyrstu tvær plöturnar eru sérstaklega góðar og síðan er Homogenic frábær, eins og Vespertine. Hún er algjört náttúruafl,“ segir hann um söngkonuna. Þessa dagana hlustar Grant mikið á Whomadewho frá Danmörku og Zombie Zombie frá Frakklandi. Hann hrífst mikið af elektrónískri tónlist og útilokar ekki að byrja á hliðarverkefni til að veita þessum áhuga sínum frekari útrás. Vill íslenskt rokSpurður hvort hann ætli að sjá einhverja tónleika á Airwaves segir hann: „Ég hef ekki skoðað hverjir spila. Ég myndi vilja sjá Jóhann Jóhannsson og Björk. En mest af öllu vil ég bara labba úti í náttúrunni, hugsa og horfa á landslagið. Vonandi verður mjög mikill vindur líka. Þú getur ekki ímyndað þér hversu spenntur ég er að koma til Íslands, ég er búinn að bíða lengi eftir því.“ Tónleikar Johns Grant verða í Norðurljósasalnum í Hörpunni á laugardagskvöld og hefjast þeir klukkan klukkan 0.10. [email protected] Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
John Grant spilar á Airwaves-hátíðinni á laugardaginn. Hann hefur beðið hálfa ævi eftir því að koma til Íslands og ætlar að dvelja hér í fimm daga. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves um helgina. Þrátt fyrir að eiga ekki að spila fyrr en á laugardaginn ætlar að hann fljúga hingað í dag enda segist hann hafa beðið eftir því hálfa ævi að koma til Íslands. „Mig langar að keyra eitthvað upp í sveit, út í óbyggðirnar. Ég heyrði íslenska tónlist fyrst á níunda áratugnum, þegar Sykurmolarnir urðu vinsælir. Síðan bjó ég í Þýskalandi í sex ár. Á fyrstu önninni sem ég var þar, árið 1988, átti ég vin sem fór til Íslands. Hann sýndi mér myndir sem hann hafði tekið þar og mér fannst það fallegustu myndir sem ég hafði á ævinni séð. Þannig að mig hefur langað að fara til Íslands í tvo áratugi og ég er virkilega, virkilega spenntur,“ segir Grant í viðtali við Fréttablaðið. Undirbýr nýja plötuHann hefur verið á stífu tónleikaferðalagi um heiminn undanfarið til að kynna fyrstu sólóplötu sína, Queen of Denmark, sem var af mörgum talin ein sú besta á síðasta ári. Þar á meðal var hún valin plata ársins í breska tímaritinu Mojo. Á plötunni sveimaði barítónrödd Grants yfir fallegum melódíum undir áhrifum frá bandarískri þjóðlagatónlist áttunda áratugarins. „Ég er búinn að vera í fríi síðustu þrjár vikur. Ég var í koti á Suðvestur-Englandi að semja lög á næstu plötu sem var mjög huggulegt. Ég verð á tónleikaferð í október og nóvember en eftir það ætla ég að hitta fjölskylduna mína. Ég hef ekki hitt hana í eitt og hálft ár og verð með henni á þakkargjörðarhátíðinni. Vonandi byrja ég síðan að taka upp næstu plötu í janúar í Texas.“ Bandaríska hljómsveitin Midlake spilar undir á plötunni eins og á þeirri síðustu. Aðspurður telur hann að nýi gripurinn verði örlítið myrkari en Queen of Denmark og líst vel á það efni sem komið er í sarpinn. Einum of tilfinningaríkurQueen of Denmark var afar persónuleg plata þar sem Grant gerði upp fortíðina og söng um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn, misheppnuð ástarsambönd og um það hvernig hann tókst á við samkynhneigð sína. Þar hjálpaði það honum ekki að vera alinn upp hjá trúaðri fjölskyldu í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. „Það erfiðasta við að semja svona plötu er að þurfa að hugsa um hlutina sem þú hefur gengið í gegnum og færa þá út í dagsljósið. Ég er mjög ástríðufullur varðandi allt sem ég geri, hvort sem það er að borða skál af morgunkorni, kynnast einhverri manneskju eða læra tungumál. Ég er frekar tilfinningarík persóna, meira en ég vildi helst vera. Stundum er ég öfundsjúkur út í menn sem eru mjög afslappaðir og sýna ekki tilfinningar sínar. Stundum vildi ég að ég væri þannig en svoleiðis er ég bara ekki,“ segir hann. „Það er mikilvægt að stjórna tilfinningunum en líka að geta sleppt þeim lausum. Þetta er eins og í reiptogi. Ég held að ég gæti ekki skapað þessa tónlist ef ég væri eitthvað öðruvísi en ég er þannig að ég er búinn að sætta mig við þennan hluta af sjálfum mér.“ Rússneskumælandi poppariGrant ákvað að taka upp sína fyrstu sólóplötu eftir að vinir hans í Midlake höfðu gengið á eftir honum lengi. Áður hafði Grant verið forsprakki sveitarinnar The Czars sem náði ekki að slá í gegn. „Ég var hræddur við að taka þessa áhættu. Ég hafði mínar efasemdir um tónlistarbransann og hugsaði með mér að kannski hentaði hann mér ekki. Ég hugsaði að mér hefði ekki gengið vel í tónlistinni vegna þess að ég væri ekki nógu góður og að ég væri kannski orðinn of gamall. Ég átti ekki neitt, ekki hús, bíl eða sparifé og var ekki heilsuhraustur. Ég bjó í New York þar sem ég var búinn að festa rætur,“ segir Grant, sem starfaði á veitingastað og var að læra að verða túlkur fyrir rússneskt fólk á sjúkrahúsum. „Mér leið vel þar en að sama skapi fannst mér ég ekki hafa efni á því að missa af þessu tækifæri.“ Fílar Sykurmolana og Gus GusGrant segist í æsku hafa hlustað á alls konar tónlist. Sykurmolarnir og platan Life"s Too Good kom sterk inn á unglingsárunum. „Það var mjög mikilvæg plata í þróun minni sem tónlistarmaður,“ segir hann. Sem barn hlustaði hann mikið á ABBA á meðan foreldrar hans spiluðu The Carpenters, John Denver og Oliviu Newton-John og bræður hans voru miklir aðdáendur Kiss. Seint á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda hreifst hann upp úr skónum af gítarrokki Pixies og The Breeders og á tíunda áratugnum kynntist hann Gus Gus. „Það er ein uppáhalds hljómsveitin mín. Allt sem þeir gera er æðislegt,“ segir hann og er einnig hrifinn af Björk: „Fyrstu tvær plöturnar eru sérstaklega góðar og síðan er Homogenic frábær, eins og Vespertine. Hún er algjört náttúruafl,“ segir hann um söngkonuna. Þessa dagana hlustar Grant mikið á Whomadewho frá Danmörku og Zombie Zombie frá Frakklandi. Hann hrífst mikið af elektrónískri tónlist og útilokar ekki að byrja á hliðarverkefni til að veita þessum áhuga sínum frekari útrás. Vill íslenskt rokSpurður hvort hann ætli að sjá einhverja tónleika á Airwaves segir hann: „Ég hef ekki skoðað hverjir spila. Ég myndi vilja sjá Jóhann Jóhannsson og Björk. En mest af öllu vil ég bara labba úti í náttúrunni, hugsa og horfa á landslagið. Vonandi verður mjög mikill vindur líka. Þú getur ekki ímyndað þér hversu spenntur ég er að koma til Íslands, ég er búinn að bíða lengi eftir því.“ Tónleikar Johns Grant verða í Norðurljósasalnum í Hörpunni á laugardagskvöld og hefjast þeir klukkan klukkan 0.10. [email protected]
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira