Ungviðið stólar of mikið á tæknina og aðstoðarmenn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 13. október 2011 07:45 Kristján Þórir Einarsson er einn fjölmargra kylfinga sem nota lengdarmælissjónauka. Mynd/GVA Margar áhugaverðar tillögur verða lagðar fram á golfþingi Golfsambands Íslands sem fram fer í Garðabæ 19. nóvember næstkomandi. Þar mun bann við notkun á tækjum sem mæla fjarlægðir án efa vekja mesta athygli, og er þá átt við hvers konar útbúnað sem kylfingar nota við slíkt s.s. sjónauka, GPS-tæki og símtæki. Einnig er lagt til að kylfusveinar (aðstoðarmenn) verði bannaðir í flokki 15-18 ára. Fjölmennur starfshópur golfkennara sem starfa við golfþjálfun yngri kylfinga á Íslandi fundaði á dögunum og eru þessar breytingatillögur afrakstur af þeirri vinnu. Skiptar skoðanir voru í starfshópnum um að banna notkun á fjarlægðamælum af öllum gerðum á Íslandsmótinu í höggleik, holukeppni og Íslandsmóti félagsliða (sveitakeppni). Þar með gætu kylfingar ekki notað fjarlægðakíki eða GPS-tæki til þess að mæla fjarlægðir á meðan keppni stendur yfir. Tillagan nær yfir keppni í öllum aldursflokkum – ekki bara hjá börnum og unglingum. Hlynur Geir Hjartarson, afrekskylfingur og golfkennari frá Selfossi, var einn af þeim sem unnu að þessum tillögum. Hann var spurður að því hvernig hópurinn hafi rökstutt tillögur sínar: „Það er bannað að nota fjarlægðamæla til dæmis í Evrópumótum landsliða, stórum áhugamótum erlendis og víðar. Við finnum fyrir því að ungir íslenskir kylfingar hafa ekki þróað með sér þann hæfileika að geta metið fjarlægðir með öðrum aðferðum, til dæmis að stika völlinn fyrir keppni. Með því að banna þessi tæki á Íslandsmótum verða kylfingar að hugsa leik sinn með öðrum hætti og við teljum að þeir verði betri til lengri tíma litið. Það er mat flestra að yngri kylfingar stóli of mikið á tæknina og aðstoðarmennina,“ sagði Hlynur í gær. Það vekur einnig athygli að lagt er til að keppendur í flokki 15-18 ára á stigamótaröð Golfsambandsins verði ekki með aðstoðarmenn með sér í keppni eða kylfusveina. Hlynur segir að dregið hafi úr sjálfstæðum ákvörðunum yngri kylfinga og þeir stóli of mikið á að fá ráðleggingar frá aðstoðarmanninum fyrir nánast hvert einasta högg. „Foreldrar eða aðstoðarmenn eru ómissandi þáttur fyrir golfíþróttina en þeir geta líka tekið of mikið frá kylfingnum. Við vitum af dæmum þar sem ungir kylfingar þurfa varla að taka sjálfstæða ákvörðun um eitt né neitt. Þeir hafa aldrei skilað skorkortunum sjálfir til keppnisstjórnar, hafa jafnvel ekki séð um að skrá skorið sjálfir. Að auki eru aðstoðarmenn of mikið að skipta sér af til dæmis kylfuvali í keppni. Að okkar mati taka unglingar of sjaldan ákvörðun sjálf sem þeir þurfa að standa og falla með,“ bætti Hlynur við. Lagt er til að aðstoðarmenn verði áfram leyfðir í öllum yngri aldurshópunum á mótum á vegum GSÍ og einnig í öllum flokkum á Áskorendamótaröðinni sem er hugsuð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Fjölmargar tillögur verða lagðar fram frá starfshópnum. Má þar nefna að lagt er til að nafninu á Sveitakeppni GSÍ verði breytt í Íslandsmót félagsliða. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Margar áhugaverðar tillögur verða lagðar fram á golfþingi Golfsambands Íslands sem fram fer í Garðabæ 19. nóvember næstkomandi. Þar mun bann við notkun á tækjum sem mæla fjarlægðir án efa vekja mesta athygli, og er þá átt við hvers konar útbúnað sem kylfingar nota við slíkt s.s. sjónauka, GPS-tæki og símtæki. Einnig er lagt til að kylfusveinar (aðstoðarmenn) verði bannaðir í flokki 15-18 ára. Fjölmennur starfshópur golfkennara sem starfa við golfþjálfun yngri kylfinga á Íslandi fundaði á dögunum og eru þessar breytingatillögur afrakstur af þeirri vinnu. Skiptar skoðanir voru í starfshópnum um að banna notkun á fjarlægðamælum af öllum gerðum á Íslandsmótinu í höggleik, holukeppni og Íslandsmóti félagsliða (sveitakeppni). Þar með gætu kylfingar ekki notað fjarlægðakíki eða GPS-tæki til þess að mæla fjarlægðir á meðan keppni stendur yfir. Tillagan nær yfir keppni í öllum aldursflokkum – ekki bara hjá börnum og unglingum. Hlynur Geir Hjartarson, afrekskylfingur og golfkennari frá Selfossi, var einn af þeim sem unnu að þessum tillögum. Hann var spurður að því hvernig hópurinn hafi rökstutt tillögur sínar: „Það er bannað að nota fjarlægðamæla til dæmis í Evrópumótum landsliða, stórum áhugamótum erlendis og víðar. Við finnum fyrir því að ungir íslenskir kylfingar hafa ekki þróað með sér þann hæfileika að geta metið fjarlægðir með öðrum aðferðum, til dæmis að stika völlinn fyrir keppni. Með því að banna þessi tæki á Íslandsmótum verða kylfingar að hugsa leik sinn með öðrum hætti og við teljum að þeir verði betri til lengri tíma litið. Það er mat flestra að yngri kylfingar stóli of mikið á tæknina og aðstoðarmennina,“ sagði Hlynur í gær. Það vekur einnig athygli að lagt er til að keppendur í flokki 15-18 ára á stigamótaröð Golfsambandsins verði ekki með aðstoðarmenn með sér í keppni eða kylfusveina. Hlynur segir að dregið hafi úr sjálfstæðum ákvörðunum yngri kylfinga og þeir stóli of mikið á að fá ráðleggingar frá aðstoðarmanninum fyrir nánast hvert einasta högg. „Foreldrar eða aðstoðarmenn eru ómissandi þáttur fyrir golfíþróttina en þeir geta líka tekið of mikið frá kylfingnum. Við vitum af dæmum þar sem ungir kylfingar þurfa varla að taka sjálfstæða ákvörðun um eitt né neitt. Þeir hafa aldrei skilað skorkortunum sjálfir til keppnisstjórnar, hafa jafnvel ekki séð um að skrá skorið sjálfir. Að auki eru aðstoðarmenn of mikið að skipta sér af til dæmis kylfuvali í keppni. Að okkar mati taka unglingar of sjaldan ákvörðun sjálf sem þeir þurfa að standa og falla með,“ bætti Hlynur við. Lagt er til að aðstoðarmenn verði áfram leyfðir í öllum yngri aldurshópunum á mótum á vegum GSÍ og einnig í öllum flokkum á Áskorendamótaröðinni sem er hugsuð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Fjölmargar tillögur verða lagðar fram frá starfshópnum. Má þar nefna að lagt er til að nafninu á Sveitakeppni GSÍ verði breytt í Íslandsmót félagsliða.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira