Kapp eða forsjá Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. október 2011 06:00 Allar forsendur ættu nú að liggja fyrir til að meta hvort fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng geta staðið undir sér með veggjöldum. Síðustu tölurnar bættust í reikningsdæmið þegar tilboð bárust í verkið í síðustu viku. Lægsta tilboðið nemur 8,9 milljörðum króna en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á 9,3 milljarða. Kristján Möller, fyrrverandi þingmaður, stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum ehf. og einn ötulasti talsmaður verkefnisins, varð augljóslega fyrir vonbrigðum með tilboðin. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði vonazt eftir lægri tilboðum – en sagðist samt bjartsýnn á að menn gætu farið að bora eftir áramót. Enda telur Kristján sig vafalítið eiga mikið undir því að þetta verkefni í kjördæmi hans komist á koppinn. Engu að síður örlaði á raunsæistóni hjá Kristjáni þegar hann sagði: „Sérfræðingar Vegagerðarinnar munu nú fara yfir tilboðin og sjá hvort það verði einhverjir fyrirvarar þar. Í framhaldi af því munum við sjá hvort verkið verði gerlegt eða ekki.“ Það er gott að Kristján áttar sig á því að það fer eftir arðseminni hvort yfirleitt verði hægt að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga eða ekki. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur gert það að skilyrði fyrir þátttöku ríkisins í framkvæmdinni að hún verði alfarið fjármögnuð með veggjöldum, en ekki úr vasa skattgreiðenda. Hins vegar mun ríkið taka lán og endurlána Vaðlaheiðargöngum ehf. meðan á framkvæmdum stendur. Ef rekstur ganganna stendur ekki undir endurgreiðslum og vöxtum er hætt við að skattgreiðendur fái skellinn. Þess vegna þurfa menn að vera býsna vissir í sinni sök áður en ráðizt er í þessa dýru framkvæmd. Margir hafa bent á að fyrri arðsemisútreikningar vegna Vaðlaheiðarganga standi á veikum grunni. Þar var þó bæði gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og meiri umferð en nú getur talizt raunsætt. Því eru líka takmörk sett hversu hátt veggjald er hægt að innheimta, í ljósi þess að fyrirhuguð göng stytta hringveginn ekki nema um 16 kílómetra og Víkurskarðsvegur er greiðfær og fljótfarinn meirihluta ársins. Vaðlaheiðargöng eru ekki brýnasta vegaframkvæmdin að ráðast í, hvorki út frá hagkvæmni né umferðaröryggi. Þess vegna er ekki hægt að réttlæta að skattgreiðendur beri kostnaðinn af því að ráðast strax í þessa framkvæmd. Af samtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í helgarblaði Fréttablaðsins má vera ljóst að hann hefur verulegar efasemdir um að vit sé í Vaðlaheiðargöngum. Vegamálastjórinn segir verkefnið hafa verið keyrt á öðrum forsendum en Vegagerðarinnar og að þar hafi menn reiknað út að það geti aldrei staðið undir sér. Ekki verður séð að annað lánafyrirkomulag breyti því. Vonandi halda menn ekki áfram að keyra Vaðlaheiðargangaverkefnið áfram af meira kappi en forsjá. Ef vafi leikur á arðseminni, á einfaldlega ekki að gera göngin. Skattgreiðendur eiga heimtingu á að gögn verði lögð á borðið sem sýna fram á að verkið geti staðið undir sér. Tími blekkingarleikja í þágu kjördæmishagsmuna á að vera liðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Allar forsendur ættu nú að liggja fyrir til að meta hvort fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng geta staðið undir sér með veggjöldum. Síðustu tölurnar bættust í reikningsdæmið þegar tilboð bárust í verkið í síðustu viku. Lægsta tilboðið nemur 8,9 milljörðum króna en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á 9,3 milljarða. Kristján Möller, fyrrverandi þingmaður, stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum ehf. og einn ötulasti talsmaður verkefnisins, varð augljóslega fyrir vonbrigðum með tilboðin. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði vonazt eftir lægri tilboðum – en sagðist samt bjartsýnn á að menn gætu farið að bora eftir áramót. Enda telur Kristján sig vafalítið eiga mikið undir því að þetta verkefni í kjördæmi hans komist á koppinn. Engu að síður örlaði á raunsæistóni hjá Kristjáni þegar hann sagði: „Sérfræðingar Vegagerðarinnar munu nú fara yfir tilboðin og sjá hvort það verði einhverjir fyrirvarar þar. Í framhaldi af því munum við sjá hvort verkið verði gerlegt eða ekki.“ Það er gott að Kristján áttar sig á því að það fer eftir arðseminni hvort yfirleitt verði hægt að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga eða ekki. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur gert það að skilyrði fyrir þátttöku ríkisins í framkvæmdinni að hún verði alfarið fjármögnuð með veggjöldum, en ekki úr vasa skattgreiðenda. Hins vegar mun ríkið taka lán og endurlána Vaðlaheiðargöngum ehf. meðan á framkvæmdum stendur. Ef rekstur ganganna stendur ekki undir endurgreiðslum og vöxtum er hætt við að skattgreiðendur fái skellinn. Þess vegna þurfa menn að vera býsna vissir í sinni sök áður en ráðizt er í þessa dýru framkvæmd. Margir hafa bent á að fyrri arðsemisútreikningar vegna Vaðlaheiðarganga standi á veikum grunni. Þar var þó bæði gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og meiri umferð en nú getur talizt raunsætt. Því eru líka takmörk sett hversu hátt veggjald er hægt að innheimta, í ljósi þess að fyrirhuguð göng stytta hringveginn ekki nema um 16 kílómetra og Víkurskarðsvegur er greiðfær og fljótfarinn meirihluta ársins. Vaðlaheiðargöng eru ekki brýnasta vegaframkvæmdin að ráðast í, hvorki út frá hagkvæmni né umferðaröryggi. Þess vegna er ekki hægt að réttlæta að skattgreiðendur beri kostnaðinn af því að ráðast strax í þessa framkvæmd. Af samtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í helgarblaði Fréttablaðsins má vera ljóst að hann hefur verulegar efasemdir um að vit sé í Vaðlaheiðargöngum. Vegamálastjórinn segir verkefnið hafa verið keyrt á öðrum forsendum en Vegagerðarinnar og að þar hafi menn reiknað út að það geti aldrei staðið undir sér. Ekki verður séð að annað lánafyrirkomulag breyti því. Vonandi halda menn ekki áfram að keyra Vaðlaheiðargangaverkefnið áfram af meira kappi en forsjá. Ef vafi leikur á arðseminni, á einfaldlega ekki að gera göngin. Skattgreiðendur eiga heimtingu á að gögn verði lögð á borðið sem sýna fram á að verkið geti staðið undir sér. Tími blekkingarleikja í þágu kjördæmishagsmuna á að vera liðinn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun