Austurrískur ásláttarleikari heillaði Björk 22. október 2011 06:00 Ásláttarleikarinn Manu Delago með Hang-hljóðfærin þrjú sem hann hefur notast við á Biophilia-tónleikunum. fréttablaðið/gva Austurríski ásláttarleikarinn Manu Delago hefur spilað með Björk á Biophilia-tónleikum hennar í Hörpu að undanförnu. Hljóðfærið sem hann er þekktastur fyrir nefnist Hang og er aðeins tíu ára gamalt. Manu Delago er 27 ára Austurríkismaður sem hefur vakið athygli fyrir flotta spilamennsku sína með Björk, bæði á nýjustu plötu hennar Biophilia og á tónleikunum sem hún hefur haldið í Manchester og Hörpu, en þeir síðarnefndu verða alls níu talsins. Delago spilar á ýmis ásláttarhljóðfæri, þar á meðal nýtt hljóðfæri sem nefnist Hang og var fundið upp í Sviss fyrir tíu árum. Hann mun dvelja á Íslandi í fimm vikur vegna Biophilia-tónleikanna en þeir síðustu verða 7. nóvember. Fleiri Biophilia-tónleikar víða um heiminn eru einnig fyrirhugaðir á næsta ári. Spurður hvernig samstarfið við Björk kom til segir Delago: „Hún var að vinna í Biophilia-verkefninu og sá myndband á Youtube þar sem ég spilaði á Hang. Hún var að leita að einhverju sérstæðu hljóðfæri sem hljómaði svipað og gameland-hljóðfærin frá Indónesíu en væri samt ekki sterklega tengt neinni sérstakri menningu eða landi,“ segir Delago í spjalli við blaðamann í lítilli íbúð þar sem hann dvelur í miðborg Reykjavíkur. „Hang er nýtt hljóðfæri og ég held að hún hafi hrifist af myndbandinu og tónlistinni sem ég spila. Hún bauð mér að koma til Íslands og taka upp með sér. Eftir upptökurnar bauð hún mér svo að spila með sér á tónleikunum.“ Hann var að vonum upp með sér að fá tækifæri til að starfa með Björk. „Ég hef verið Bjarkaraðdáandi lengi og þess vegna var alveg frábært að fá loksins að spila með henni.“ Delago er meðlimur dúósins Living Room ásamt klarinettleikaranum Christoph Pepe Auer og halda þeir einmitt sína fyrstu tónleika á Íslandi á Faktorý 1. nóvember. Önnur plata þeirra, Colouring Book, kom út í fyrra þar sem Bítlalagið Eleanor Rigby er meðal annars spilað á nýstárlegan og fallegan hátt. Delago er einnig hluti af kvintettinum Living Room in London ásamt Auer og þremur strengjahljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit London og er fyrsta plata þeirra væntanleg í janúar næstkomandi. Sinfóníuhljómsveitin spilar einmitt verk eftir hann í London, þar sem hann býr, í mars næstkomandi. Delago spilaði einnig með tríóinu Manu Delago Homemade í Kaldalónssal Hörpu á Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. Hang-hljóðfærin eru handgerð og aðeins um þrjú hundruð slík eru búin til á hverju ári. Delago segist hafa heillast af hljóðfærinu um leið og hann heyrði fyrst í því. „Mér finnst líka heillandi hversu fjölbreytt hljóð koma út úr því. Stundum hljómar það eins og harpa og stundum eins og tabla. Hang var búið til undir áhrifum frá stáltrommum en þær búa ekki yfir jafn mörgum hljómum og Hang.“ Þessi austurríski ásláttarmeistari hefur gaman af því að spila á litlum tónleikastöðum, enda voru fyrstu tónleikar Living Room haldnir í stofu. „Svo spiluðum við á stærri stöðum og ferðuðumst um heiminn en þegar við tókum upp seinni plötuna ákváðum við að halda stofutónleika á nýjan leik. Við sendum út tilkynningu á netinu sem fólk gat svarað og óskað eftir einkatónleikum í stofunni heima hjá sér. Við völdum stofurnar sem okkur leist best á og fólkið útvegaði áhorfendur og mat,“ segir hann. Mynddiskur með tónleikunum fylgir einmitt með plötunni Colouring Book. Delago hlakkar mikið til að spila á Faktorý með Living Room. Andrúmsloftið verður vafalítið mjög huggulegt og í anda hinna vel heppnuðu stofutónleika dúósins. [email protected] Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Austurríski ásláttarleikarinn Manu Delago hefur spilað með Björk á Biophilia-tónleikum hennar í Hörpu að undanförnu. Hljóðfærið sem hann er þekktastur fyrir nefnist Hang og er aðeins tíu ára gamalt. Manu Delago er 27 ára Austurríkismaður sem hefur vakið athygli fyrir flotta spilamennsku sína með Björk, bæði á nýjustu plötu hennar Biophilia og á tónleikunum sem hún hefur haldið í Manchester og Hörpu, en þeir síðarnefndu verða alls níu talsins. Delago spilar á ýmis ásláttarhljóðfæri, þar á meðal nýtt hljóðfæri sem nefnist Hang og var fundið upp í Sviss fyrir tíu árum. Hann mun dvelja á Íslandi í fimm vikur vegna Biophilia-tónleikanna en þeir síðustu verða 7. nóvember. Fleiri Biophilia-tónleikar víða um heiminn eru einnig fyrirhugaðir á næsta ári. Spurður hvernig samstarfið við Björk kom til segir Delago: „Hún var að vinna í Biophilia-verkefninu og sá myndband á Youtube þar sem ég spilaði á Hang. Hún var að leita að einhverju sérstæðu hljóðfæri sem hljómaði svipað og gameland-hljóðfærin frá Indónesíu en væri samt ekki sterklega tengt neinni sérstakri menningu eða landi,“ segir Delago í spjalli við blaðamann í lítilli íbúð þar sem hann dvelur í miðborg Reykjavíkur. „Hang er nýtt hljóðfæri og ég held að hún hafi hrifist af myndbandinu og tónlistinni sem ég spila. Hún bauð mér að koma til Íslands og taka upp með sér. Eftir upptökurnar bauð hún mér svo að spila með sér á tónleikunum.“ Hann var að vonum upp með sér að fá tækifæri til að starfa með Björk. „Ég hef verið Bjarkaraðdáandi lengi og þess vegna var alveg frábært að fá loksins að spila með henni.“ Delago er meðlimur dúósins Living Room ásamt klarinettleikaranum Christoph Pepe Auer og halda þeir einmitt sína fyrstu tónleika á Íslandi á Faktorý 1. nóvember. Önnur plata þeirra, Colouring Book, kom út í fyrra þar sem Bítlalagið Eleanor Rigby er meðal annars spilað á nýstárlegan og fallegan hátt. Delago er einnig hluti af kvintettinum Living Room in London ásamt Auer og þremur strengjahljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit London og er fyrsta plata þeirra væntanleg í janúar næstkomandi. Sinfóníuhljómsveitin spilar einmitt verk eftir hann í London, þar sem hann býr, í mars næstkomandi. Delago spilaði einnig með tríóinu Manu Delago Homemade í Kaldalónssal Hörpu á Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. Hang-hljóðfærin eru handgerð og aðeins um þrjú hundruð slík eru búin til á hverju ári. Delago segist hafa heillast af hljóðfærinu um leið og hann heyrði fyrst í því. „Mér finnst líka heillandi hversu fjölbreytt hljóð koma út úr því. Stundum hljómar það eins og harpa og stundum eins og tabla. Hang var búið til undir áhrifum frá stáltrommum en þær búa ekki yfir jafn mörgum hljómum og Hang.“ Þessi austurríski ásláttarmeistari hefur gaman af því að spila á litlum tónleikastöðum, enda voru fyrstu tónleikar Living Room haldnir í stofu. „Svo spiluðum við á stærri stöðum og ferðuðumst um heiminn en þegar við tókum upp seinni plötuna ákváðum við að halda stofutónleika á nýjan leik. Við sendum út tilkynningu á netinu sem fólk gat svarað og óskað eftir einkatónleikum í stofunni heima hjá sér. Við völdum stofurnar sem okkur leist best á og fólkið útvegaði áhorfendur og mat,“ segir hann. Mynddiskur með tónleikunum fylgir einmitt með plötunni Colouring Book. Delago hlakkar mikið til að spila á Faktorý með Living Room. Andrúmsloftið verður vafalítið mjög huggulegt og í anda hinna vel heppnuðu stofutónleika dúósins. [email protected]
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira